Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 79 Jeg hefi leitast við að sýna fram á það, að handiðnir eigi erindi inn i skólana sem námsgrein, frá þvi sjónarmiði, að það sje eðlilegt fyrir börn og unglinga aS taka sjer eitthvað fyrir hendur, og að það geti einnig verið hagkvæmt fyrir þau að kunna að nota ýms tæki. En málið hefir einnig aðra hlið. Síð- ari ára sálarrannsóknir á sviði uppeldisíræðinnar benda i þá átt. Þær benda á, að utanaðlærð bókþekking komi oft að sára litlum notum. Þar á móti sje skylt að hlúa aö því, að barnið geti fengið tækifæri til að starfa sem mest sjálfstætt, til þess að styrkja eðlishvöt þess og auðga hugmyndalí fið. Verkefni. sem börn taka af eigin vilja eftir uppfindingu sinni, eru marg- falt meira virði fyrir þau, en verkefni, sem þau leysa af hendi, að eins af því að skólinn krefst þess. Þar með er þó ekki sagt, að verkefni þau, sem skólinn gefur, falli aldrei saman við ósk- ir barnanna, en þau gera það ekki altaf. — En engar greinir eru betur til þess fallnar, að vekja uppfindingahug barna, og kenna þeim að vinna sjálfstætt, en einmitt handiðnir. Smíðuðu hlutirnir geta haft ýmsa lögun, og ])á má prýða á margan hátt, ef börnin eru nógu hugmyndarík til þess að finna eitthvað nýtt sjálf. Það vekur hinn skapandi mátt, sem oft blundar í brjóst- um bernskunnar. En það er einmitt þessi skapandi máttur, sem er dýrmætasta eign bernskunnar. Að eiga sem flest skáld í þeim skilningi, börn, sem uppgötva hlutina sjálf, er dýrmætt fyrir hvert þjóðfélag. Að því marki ber að keppa í skólunum. Því meiri sjálfstæð starfsemi, þvi meiri möguleikar til að komast áfram og verða nýtur maður. H'inar nýrri sálarrannsóknir hafa rannsakað börnin frá alt öðru sjónarmiði, en áður hefir tíðkast. Comenius, Pestalozzi, Fröbel og Rousse.au, og hvað þeir hjetu allir saman hinir eldri uppeldisfræðingar, skrifuðu uppeldisfræði út frá sinni eigin reynzlu, endurminningum frá bernSkuárum sinum. En slíkt er ekki fulltraustur grundvöllur að byggja á, endurminningarnar eru ekki altaf svo áreiðanlegar. En engum þeirra kom til hug- ar að rannsaka börnin sjálf. En það hafa hinir yngri uppeldis- fræðingar gert. Þroski barna hefir verið athugaður frá fæð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.