Menntamál - 01.10.1931, Side 4
66
MENNTAMAL
]>ví aíS ])íiu venjast lélegu máli á mörgum heimilum og víðast
hvar, þar sem þau eru meÖal múgsins.
Móðurmálskennslunni er ýmislega hagað, en margir góðir
kennarar fara þannig að: Þeir temja sér að tala vandað mál
við nemendur sína. Bækur nota þeir svo góðar, sem kostur er
á. Nú hafa þeir úr mörgum og góðum bókum að velja. Og fá
þeir að nota þær bækur, sem þeir óska og fræðslumálastjórnin
hefir viðurkennt nothæfar.
Börnin eru látin lesa bæði í hljóði og upphátt. Þau læra einn-
ig kvæði utan bókar og flytja þau svo í áheyrn skólasystkina
sinna. Málfræði er kennd í efstu deildum barnaskólanna. Læra
nemendur að þekkja málsgrein og hluta hennar, orðflokka.
beygingar og svo framvegis.
Mikla áher/.lu leggja kennarar á að Iáta nemendur sina leika
ýmsa atburði, sem námsbækur þeirra segja frá. Þykir nemend-
um mesta eftirlæti að lesa saman og leika. Fllakka þeir jafnan
til samlesturs.
Þá eru nemendur æfðir í að rita tungumál sitt. Rita þeir
fyrst eftir uppskrift á skólaspjöld og síðar eftir bókum. Þess
á milli lýsa þeir hlutum eða myndum, segja sögur eða rita um
eitthvert áhugamál sitt. Hér og hvar er nemendum i efstu deild-
um skólanna gefinn kostur á að tala skipulega sem á mannfund-
um væri. Hafa þá nemendur sjálfir fundarstjórn og ræða ýms
málefni, sem þeim og kennurunum kemur saman um. Hefi eg'
reynt þetta í efstu bekkjum Miðbæjarskólans i Reykjavík, og
voru nemendur þakklátir og höfðu gagn og gaman af.
Umræðurnar i ensku skólunum fara fram i kennslustundum.
Efni er margbreytilegt, þættir úr sögu þjóðarinnar, atriði úr
mannkynssögu, ferðasögur nemenda sjálfra, almenn mál, íþrótta-
lif og fleira.
Kennarar draga sig í hlé, þótt þeir hafi málfrelsi, en þeir
eru til taks, ef á þarf að halda, viðbúnir að skera úr vandamál-
um, leggja á góð ráð og aðstoða eftir föngum.
Hættir. Barnafjöldi er mismunandi í enskum skólum. Víð-
ast, þar sem eg kom, voru börnin ekki fleiri en þrjú til fjög-