Menntamál - 01.10.1931, Side 10

Menntamál - 01.10.1931, Side 10
MENNTAMÁL 72 færir menn voru þá teknir af heimilunum og sendir í stríðið, Nokkrir þeirra lágu þegar í sárum fjarlægir fósturiörð og vin- um. Verkefnin í ófriðarlöndunum vóru of mörg og hendur of fáar. Þá hugkvæmdist einhverjum það, að lofa börnunum a'Ö taka þátt i verkefnum hinna fullorðnu. Hrifin af þeim eld- móði, sem einkennir æskuna, tóku þau til starfa, og unnu svO’ vel, að alla undraði. Litlu stúlkurnar saumuðu hvít föt úr lér- efti handa hjúkrunarkonunum. Drengirnir smíðuðu borð og stóla í sjúkrahúsin. Yngri börnin gerðu ýmsa smáhlutí, sero þau sendu hermönnunum. Sokkar og vetlingar voru prjónaðir, smáhlutir ger'Öir úr tré og fleira. MeÖ garðrækt og fleiri storf- um gátu þau oft afla'Ö fjár, sem þau vör'Öu til ýmsra líknar- starfa. Sæg af bréfum skrifuÖu þau hermönnunum. Allt þetta: starf kom sér svo vel, aÖ félagið naut þegar mikillar eftirtekt- ar og vinsælda. Það vakti almenna undrun og a'Ödáun, að hörn skyldu geta afkastað slíkum stórvirkjum sem raun bar vitni. Þeir, sem lengra sáu en almenningur, skildu, að annað var þó’ þýðingarmeira en gagni'Ö, sem hinir fullorðnu höf'ðu af störf- um harnanna, sem sé sá þroski, sem börnin sjálf öðluöust af aÖ fá aÖ beita kröftum sinum, og sú samúð og drenglund,. sem þeim óx af að vita að þau voru a'Ö vinna að góðu verki og bæta úr böli. Þegar stríðinu lauk, var íélagi'Ö or'Öi'Ö útbreitt ví'Öa um lönd- Þá flakti heimurinn i sárum, sem hann hafði bakað sér sjálfur aö óþörfu, og öllum til tjóns. Villimennska og dýrseðli höfðu' sezt í sæti siðmenningar og kristindóms. Miljónir manna höfðu um svo sárt a'Ö binda, a'Ö ein hugsjón grei]> allan heiminn fasta- tökum, þa'Ö var þrá eftir tryggum íriði. Þá sáu menn nýtt verkefni fyrir RauÖa kross barna. Það var að vinna að þessari hugsjón. Heimur hinna fullorðnu hafði gefizt upp vi'Ö a'Ö læra. aÖ hlýða boðinu, sem geíið var fyrir meira en nítján hundruð: árum, ,,að sliðra sverÖi'Ö". Nú kom röðin að heimi æsku- mannanna. I-Iinn frægi rithöfundur Sir Philip Gibbs heldur því framr

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.