Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 1

Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 1
MENNTAMAL ÚTGEFENDUR: NOICKRIR KENNARAR VI. ÁK Mars-Apríl 1933. 2.-3. BLAÐ Nýi og gamli skóliim. Eg hefi tekist á hendur aÖ ílytja hér fjögur erindi um Ný- skólastefnuna. En jjegar um lýsingu á einhverju er aÖ ræða, t»á er fyrirbrigÖum venjulega lýst i samanhurÖi viÖ eitthvaÖ annaÖ. Og svo er j)að í jjessu máli, að jrað er tæplega hægt að gera grein fyrir Nýskólastefnunni, nema i samanburði við and- stæðuna: Gamla skólann. Með orðunum nýi og gamli skólinn verður hér ekki átt við neinar sérstakar skólastofnanir, hvorki hér á landi né annars- staðar, heldur verða orð jjcssi látin tákna tvær andstæðar stefn- nr í skólamálum. Stefnur jressar heita að nokkru leyti samsvar- andi nöfnum á tungum nágrannaþjóðanna. Á dönsku er ný- skólinn t. d. ýmist nefndur „den nye Skole“ eða „Friskolen", á ensku „the new school“ eða „the experimental school“, á þýsku „die neue Schule“ eða „Arbeitschule“, á frönsku „école nouvelle" eða „école active“ o. s. frv. Á jæssum sömu mál- um er andstæðan ýmist kölluð nafni, sem jiýðir gamli- eða erfða- venju-skólinn. Stefnur Jæssar verða hér teknar til íhugunar, serstaklega með tilliti til barnaskólanna. Það er óhugsandi, að gera í stuttu máli grein fyrir öllu jiví, sem einkennir Jæssar stefnur, hvora um sig. Mun eg j)ó leitast við að benda á helstu sérkenni. Allir Islendingar kannast við málshættina: „margur heldur mann af sér“ og „margur heldur mig sig“. Þessir rnáls- hættir geyrna óyggjandi sálfræðilegan veruleika. Eins og eðli- legt er, j)á er mönnum mjög gjarnt til að dæma aðra að meira eða minna leyti eftir sjálfum sér. Hin ytri einkenni, svo sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.