Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 2

Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 2
34 MENNTAMÁL göngulag, látbragS, ýmiskonar svipbrigði, hlátur, grátur, rei'Öi- öskur, og síÖast en ekki sist sjálft málið, allt þetta, og margt fleira, eru tákn, sem viÖ leggjum í ákveðnar merkingar og þykjumst skilja vegna þess, að við treystum því, að hvert þeirra beri vott um samskonar hugarástand lijá öðrum eins og hjá sjálfum oss. Hjá þjóðum, sem skammt eru komnar á menningar- brautinni, er „mig—sig“ skilningur ennþá víðtækari og rót- grónari en hjá oss. Villimenn dæma ekki einungis félaga sina, mennina, eftir sjálfum sér, heldur einnig skepnur og dauða náttúruna. Öllu er gefin meðvitund og sál, sem hugsi og fram- kvæmi að yfirlögðu ráði, og af sömu hvötum og mennirnir sjálfir. Mannkynið hefir sennilega þurft miljónir ára til að vinna sig upp úr þessum hugræna (subjektiva) skýringarhætti á náttúruöflunum. Trúarbrögð, galdrar, verklegar framfarir og heimspeki hafa smátt og srnátt brúað leiðina upp til hinna hlutrænu skýringaraðferða, er einkenna raunvísindi nútimans. Vísindin eru verðmætasti f jársjóður mannkynsins. Og ef nokkuð getur bjargað því úr þeinr ógöngum, sem það er nú statt i, þá er það þau, sérstaklega vísindin í þjónustu uppeldisins. „Margur heldur mig sig“. Þessi æfagamla erfðavenja mann- kynsins, að dæma allt og alla eftir sjálfum sér, veldur efa- laust flestum og mestum mistökum við uppeldi barna. Og þarna er eg einmitt kominn að því, sem er aðaleinkenni hins garnla skóla, erfðavenjuskólans. Þetta, að hann fer með börnin eins og þau væru fullorðnir menn i smækkaðri mynd. Gengið er út frá því sem gefnu, að á sama hátt sem börn séu minni vexti líkamlega en fullorðnir menn, þá hafi þau einnig um- fangsminni þekkingu í hinum ýmsu fræðigreinum, svo sem landafræði og náttúrufræði, og skorti leikni hinna fullorðnu i lestri, skrift, reikningi, handiðnum o. s. frv. En að undan- skildum þessum mismun á stærð, bæði á likamsvexti og á um- máli þekkingarinnar, þá telur gamli skólinn engan verulegan mismun Itarna og fullorðinna. Börnunum er ætlað að hugsa á sama hátt og þeir fullorðnu, að hafa samskonar áhugamál, að skilja á sama hátt fræðilegar staðreyndir. Það, sem talið

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.