Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL 35 er einfaldast fyrir fullorðna, er einnig talið þaÖ fyrir börn. Þannig eru þau t. d. í teiknun látin byrja á beinum strikum, ferhyrningum, teningum og slíku, í lestri eru þau látin byrja á því að þekkja stafina og atkvæðin, í skrift á þvi að skrifa bein strik og sundurlausa stafi, í reikningi á því að leggja sam- an tölur o. s. frv. í samræmi við þessa meginhugsun, að börn séu eins konar vasaútgáfa af fullorðnum mönnum, og að þau bresti aðallega þekkingu til að verða eins og þeir, leggur gamli skólinn aðaláherslu á ýmiskonar ítroðningsstarfsemi. Mér er minnisstæð ræða, sem eg heyrði eitt sinn kennara, nýútskrif- aðan úr Kennaraskóla íslands, flytja við hátíðlegt tækifæri. Ræðan var svo táknandi fyrir uppeldisframkvæmdir hins gamla skóla. Hann líkti kennaranum við mann, sem er að troða heyi í poka, og fór um j)að mörgum fögrum orðum, hve nauðsyn- legt ]>að væri, að troða vel i neðstu hornin, svo og að láta hvergi koma holur eða geilar, er ofar kæmi. Gamli skólinn leggur mjög mikla rækt við J)að, að velja námsgreinar og skipa ])eim niður í ákveðnum hlutföllum. Við kennnsluna er helst keppt að þvi, að hver námsgrein sé sem best kennd. Kennar- arnir eru gjarna valdir með það fyrir augum, að þeir séu sér- fræðingar í einhverri námsgrein, einni eða fleirum. í stærri skólum er sami kennarinn oft látinn kenna í mörgum bekkjum. Þar af leiðandi er ómögulegt, að kennarinn geti kynnst börn- unum og verið leiðtogi þeirra. Þeir kennaraskólar, sem sniðnir eru eftir kenningum gamla skólans, leggja megináhersluna á það, að kenna kennaraefnunum þær almennu námsgreinar, sem kenndar eru í barnaskólunum. í stuttu máli: Aðalviðfangs- efni hins gamla skóla er námsefnið, námsgreinarnar, en þeir, sem eiga að læra þær, sjálf börninn, eru ekki sérstaklega íhug- unar- og rannsóknarefni hans. Fjölda margt fleira er sérkenni- legt við stefnu hins gamla skóla, og verður sumt af þvi tekið til meðferðar seinna, og skal nú vikið að nýskólastefnunni. Orðið nýskóli lætur ekki sem best í cyrum sumra manna. Mælt er, að ekkert sé nýtt undir sólunni, og rétt er það um nýskólana, að ýmislegt í boðskap þeirra hefir verið boðað fyrir

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.