Menntamál - 01.03.1933, Síða 5

Menntamál - 01.03.1933, Síða 5
MENNTAMÁL 37 það, að hann liti á börnin og- færi með þau eins og ])au væru fullorðnir menn. Og að þetta væri í rauu og veru eðlilegt, þar sem þetta væri æfagömul eríðavenja mannkynsins, að leggja hugrænan mælikvarða á umhverfið, ]>. e. að hver einstakling- ur dæmir allt og alla eftir sjálfum sér. Foreldrum og kenn- urum, sem eru fullorðnir menn, hættir þess vegna til að álykta um of frá sjálfum sér um eðlisfar barnanna. En nú hafa marg- víslegar athuganir og tilraunir síðustu áratuga leitt í ljós, að- hin gamla skoðun er í mikilsverðum atriðum alröng. Að á barni og fullorðnum manni er ekki einungis stærðarmunur, heldur lýtur bæði likami og sálarlíf barnsins að ýrnsu leyti öðrum lögmálum. Hcr skulu ncfnd nokkur dœmi: Sú var tíðin, að almennt var álitið, að vaxtarhlutföll væru þau sömu hjá barni og fullorðnum manni. Má t. d. sjá þess merki á gömlum málverkum af börnum og sömuleiðis kemur það greini- lega fram í lifeðlisfræðilegum kenningum, allt franr á 17. öld. Nú dettur engum í hug, að halda þessu fram lengur. Nú vita allir, að hjá nýfæddu barni eru stærðarhlutföll likamans allt önnur en hjá fullorðnum manni, að höfuð barnsins er t. d. tiltölulega miklu stærra, útlimirnir miklu styttri o. s. frv. Sömu- leiðis er mönnum nú löngu kuunugt um það, að barnið vex ekki jafnt frá degi til dags og frá ári til árs, heldur skiptast. á tímabil með hröðum og hægum vexti. Hitt vissu rnenn aftur á móti ekki fyrr en tiltölulega nýlega, og það fyrir nákvæntar og margendurteknar mælingar núlifandi manns, dr. Godin, að ýmsir hlutir líkamans skiptast á að vaxa, og vaxa ýmist á þenn- an veginn eða hinn. Sum bein t. d. gildna aðallega eitt t'una- bil, en lengjast annað o. s. frv. Annað dœmi: Það hefir uni langt skeið verið ein af grund- vallarreglum kennslufræðinnar, að rétt væri að láta börnin fika sig áfram frá því einfaldara til þess flóknara, að láta þau allt- af byrja á því, sem væri einfaldast í hverri námsgrein, og halda svo upp á við, stig af stigi, og smáþyngja viðfangsefnin. En mönnum datt yfirleitt ekki í hug að rannsaka það, hvað væri léttast fyrir börnin. Fullorðna fólkið hafði reynsluna í þeim

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.