Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 7

Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 7
MENNTAMÁL 39 að meira eða minna leyti eftirlíking á lifnaðarháttmn mann- kynsins í fortíð og samtíð. 1 þriðja lagi þyrfti að færa sönn- ur á, að það, sem hinn gamli skóli telur gagnlegan lærdóm, sé í raun og veru það, sem er helst í samræmi við þarfir einstak- linga og þjóða. Athugum þá fyrst leikina. Hvert er eðli þeirra og tilgangur? Hvernig stendur á því, að börnin leika sér? Æfagömul skoðun, sem enn mun ekki alveg óþekkt meðal almennings, er sú, að tilgangur og nytsemi leiksins sé fólgin í því, að hressa og hvíla þreyttan líkama eða sál. En þessi skoðun er mjög ófullnægjandi. Hvers vegna ætti þá t. d. þreyt- an að hvetja fremur til leika en hvildar? Auk þess leika börn- in sér frá því þau koma á fætur á morgnana, en þá eru þau þó vitanlega ekki þreytt. Eða þá kettlingarnir og hvolparnir, sem leika sér frá morgni til kvölds ? Eftir hvaða starf ættu þeir að hafa slika þörf fyrir að hvíla sig? Þá er önnur skoðun á leikjum, sem þýska skáldið Schiller hélt frarn fyrstur manna, og svo fleiri á eftir honum, þar á meðal Spencer. Samkvæmt skoðun þejirra, orsakast leikirnir af því, að lífsorka safnast fyrir hjá þeim, sem ekki eyða ork- unni í alvarlegri störf. Á það sérstaklega við um börnin. Þessi afgangs-orka leitar útrásar á þann hátt, sem best gegnir, og þá eðlilega eftir þeim farvegum, sem vaninn hefir myndað i miðstöðvum taugakerfisins. Hreyfingar, sem verða til á þennan hátt, án þess að vera beinlínis til nokkurs gagns, mynda leik- ina. Þessi skoðun hefir heldur ekki staðist próf reynslunnar. Auðvitað er það, að þegar lífsveran er vel á sig komin og hefir yfir miklum orkuforða að ráða, þá leikur hún sér frem- ur og með meiri ákafa en ella. En þessi kenning skýrir á eng- an hátt þá staðreynd, að leikirnir koma frarn í ákveðinni mynd ' hjá öllum dýrurn sömu tegundar. í rauninni er það heldur ekki rétt, að börnin endurtaki i leikjum sínum athafnir, sem orðnar eru að vana. Þvert á móti hafast þau ýmislegt að í leikjum sínum, sem er þeim alveg nýtt. í öðru lagi hafa víst allir tekið eftir því, að börn leika sér oft þangað til þau eru orðin svo þreytt, að þau sofna út frá

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.