Menntamál - 01.03.1933, Side 11

Menntamál - 01.03.1933, Side 11
MENNTAMÁL 43 þau verða fullorÖin.“ Hér í þessu sambandi er orðið starf lát- ið tákna gagnstæðu leiks, en það er þvi að eins réttnefni, að» um fullkomið strit eða þrældóm sé að ræða, þar sem þvingun- in er yfirgnæfandi. Og það er einmitt sú tegund starfs, sem tíðkast í erfðavenjuskólanum, þar sem börnunum eru fengin upp í hendurnar lærdómsefni, fyrirfram ákveðin af fullorðn- um mönnum, og oftast bútuð sundur í srnáa, sundurlausa parta, lexíur. En í raun og veru er réttara að tala um leik og starf sem tvo andstæða póla á sömu línunni heldur en algerðar gagn- stæður, enda er rnjög erfitt eða jafnvel ekki hægt að ákveða takmörkin á milli. Hvað er það í raun og veru, sem aðskilur starf og leik? Eftir rökum hins gamla skóla að dæma, mætti helst ætla, að það væri áreynslan, sem væri einkenni starfsins en ekki leiksins. En ekki þarf í grafgötur að leita til að finna veiluna í þeim rökum. Engum, sem fylgst hefir með börnum eða unglingum, er leika sér af kappi, getur dulist að þau leggja fram mikla krafta, oft bæði andlega og líkamlega, enda leika þau sér oft þangað til þau velta út af dauðuppgefin. Þá hefir því verið haldið fram, að munurinn á starfi og leik væri fólginn í hagnaðinum, að starf væri það, sem unnið væri til fjár, til atvinnu, en þær athafnir leikur, sem hafðar eru um hönd án vonar um hagnað. Frá því sjónarmiði væru allar athafnir barn- anna í skólanum leikur, en það nær vitanlega engri átt. Auk þess geta athafnir, sem bera ótvíræð einkenni leiks, haft tekjur í för með sér. Sanni næst virðist að álíta muninn á leik og starfi fólginn í því, að leikurinn hefir sinn tilgang og full- nægingu í sjálfum sér, þ. e. við leikum okkur vegna leiksins sjálfs, en starfið er milliliður, hefir enga fullnægju i sjálfu sér, er iðkað af nauðsyn til að ná ákveðnu takmarki. En það er auðséð, að þessi skipting er hrein aðeins á pappírnum, í veru- leikanum eru þarna engar hreinar merkjalínur, heldur er um að ræða samfellda röð stighreytinga, allt frá leik ungbarnsins, sem fólginn er í sprikli, skríkjum og hjali til fullnægingar þörf- um augnabliksins, þangað til að leikirnir, eftir því sem börnin eldast, verða smátt og smátt samfelldari og tilgangsbundnari, og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.