Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 14
4 6
MENInTAMÁL
eiim svara ef til vill spurningum kennarans, sum virðast hlusta á,
önnur hvíslast á, horfa út um gluggann o. s. frv. Þetta þekkja
allir. Yfirleitt er gum hins gamla skóla af mikilli vinnu barn-
ánna a'Ö 'miklu leyti blekking, byggÖ á því, a<5 or'Öið vinna eða
starf er látið tákna andstæðu leiks eða skemmtunar, ]). e. a. s.
það er talað um rnikla eða litla vinnu i skólanum eftir því, að
hve miklu leyti verkefni barnaniia bera einkenni verkefna full-
orðinna manná, eftir því hversu leiðinleg þau eru, eftir því
hversu miklum þjáninguni þau valda börnunum. Sé aftur á móti
vinnan í skólunum metin eftir því, hve börnin afkasta miklu,
eða'eftir því, hvað þau leggja fram miklu krafta, þá er hætt við
að starfið í erfðavenjuskólanum verði ekki eins þungt á metun-
uhi. Undanbrögðin, aktaskriftirnar, hundavaðshátturinn, utan-
garnalærdómurinn kunna að verða nokkuð fyrirferðarmikil, en
íeka væntanlega ekki mjög í lóðið ef rétt er vegið. Eitt aðalskil-
yrði fyrir því, að börn leggi sig fram við vinnu og hafi fullt
gagn af því, sem þau starfa, er það, að þau vinni af áhuga. En
áhuginn skiptir fremur öllu sköpum milli hins nýja og hins gamla
skólá. Nýskólastefnan tniðar skólaskipulág sitt aðallega við áhuga
barnanna, gainli skólinn tekur mjög lítið tillit til hans. Það eitt,
að hinn gamli skóli heldur fast við stundaskrá og námskrá, gerir
áhuga barnanna að aukaatriði. Það er hverjum heilvita manni
skiljanlegt, að áhugi barna hagar sér ekki eftir klukkuslætti, t. d.
þannig, að kl. 8 á hverjum mánudagsmorgni hljóti börn i vissum
beklc að hafa áhuga á reikningi, kl. 9 sama dag færist áhuginn yfir
á landafræði, á mínútunni kl. 10 sökkva þau sér af kappi niður í
kver og biblíu-sögur, kl. 11 í sögu íslands o. s. frv.
Til þess að skilja betur hvers vegna nýskólinn leggur svo mikla
áherslu á að miða starf sitt við áhuga barnanna, er rétt að gera
sér svolítið betur grein fyrir í hverju áhugi er fólginn. „Innsta
eðli einstaklingsins eða þróun þess kemur fram í áhuganum.
Áhuginn vekur til starfa leynda krafta sálarlífsins," segir John
Dewey. Ed. Claparéde ritar þannig um áhugann: „Við segjum
að við höfum áhuga á einhverjum lilut þegar okkur þykir hann
tnáli skipta á því augnabliki, sem við skoðum hann eða íhugum,