Menntamál - 01.03.1933, Side 16

Menntamál - 01.03.1933, Side 16
48 MENNTAMÁL verk: að læra aÖ tala. Efalaust væri þessi áhugi talsvert minni og ófrjórri, ef sú venja hefÖi náÖ að kornast á, að fullorðnir menn gæfu börnunum ákveðnar fyrirskipanir urn þaÖ, hvernig þau ættu að fara að því að læra að tala, létu þau verja til þess vissurn tima á dag, og byrjuðu þá sennilega á þvi að kenna þeim málfræði. Það, sem bjargar blessuðum börnunum frá þessum ósköpum, er vist ekkert annað en vanmáttur fullorðna fólksins til að gera sig skiljanlegt við hvítvoðungana. Nokkru áður en áhugi barnanna á orðasöfnuninni dvínar, korna ýms önnur áhuga- efni til sögunnar, svo sem ýmiskonar leikir, er setja af stað ímyndunaraflið. Og brátt fer að brydda á meiri og rneiri áhuga fyrir að kynnast orsakasambandi hlutanna, uppruna þeirra og samsetningu. Spurningum rignir yíir fullorðna íólkið, stundum spurningum, sem lærðustu menn eiga fullerfitt með að svara. Hér er ekki tilgangurinn sá, að rekja nákvæmlega þróunarferil áhugans, heldur að benda á þá staðreynd, að áhugaefnin hreyt- ast eftir því sem barnið þroskast, og það, að hvert aldursskeið hefir sín sérstöku áhugamál. Þó er þetta vitanlega nokkuð mis- munandi hjá einstaklingunum, og fer eftir hreysti, upplagi, kyn- ferði og ýmsunr ytri skilyrðum. Sérstaklega er athyglisverð sú skoðun sálarfræðinnar, að áhugi barnanna sé undantekningarlitið sprottinn af vaxtarþörf. Það, að barn á vissurn aldri hefir áhuga á sérstökum hlutum, sérstökum leikjum, sérstökum viðfangsefn- urn, táknar hvorki meira né minna en það, að þessir sérstöku hlutir, leikir og viðfangsefni eru á því aldursskeiði best fallin til þess að þroska barnið, til þess að fullnægja vaxtarþörfum og vaxtarskilyrðum líkama og sálar. Séu börnin útilokuð frá þeim viðfangsefnum, sem áhuga þeirra og vaxtarþörfum eru hollust og eðlilegust á hverjum tíma, þá getur afleiðingin orðið ýmiskonar vanþroskun og misvöxtur á sál og líkama. Hætt er við því, að hæfileiki, sem ekki fær tækifæri til að þroskast á réttum tíma, veslist upp, eða að minnsta kosti bíði þess aldrei fullar bætur, en það getur aftur haft óútreiknanleg áhrif á aðra hæfileika og eiginleika. Á vissurn aldri hafa heilbrigð börn t. d. undantekningarlaust gaman af að teikna og mála. Svo framar-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.