Menntamál - 01.03.1933, Page 17
MENNTAMÁL
49
lega sem þau fá tækifæri til a'ð byrja á réttum tíma og á réttan
hátt, þá læra þau yfirleitt fyrirhafnarlitið leikni i dráttum og
meðferð lita. Aftur á móti getur verið mjög erfitt, og virðist
stundum alveg ómögulegt að vekja áhuga stálpaðra barna fyrir
teiknun. Nú vita rnenn með vissu, að myndlistin getur haft mikil
áhrif á hugmyndalíf og ímyndunarafl þeirra, sem iðka hana.
Og má telja vist, að sumum a. m. k. sé það óbætanlegt tjón
að fá ekki tækifæri til að þroska hæfileikann til þess að láta í
ljós hugmyndir sínar og tilfinningar í litum og formum, auk
þess sem dráttlist er ómissandi skilyrði fyrir þvi, að geta stund-
að fjöldamargar atvinnugreinar nútímans. Þá getur það ekki síð-
ur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að byrjað sé að
troða einhverju í börnin áður en áhuginn vaknar á þvi atriði,
áður en þörfin og skilyrðin eru fyrir hendi. Hugsum okkur t. d.
trúaða, kristna foreldra, sem eru sannfærð um að þau geti ekki
gert barni sínu betra en að stuðla að því, að það verði vel krist-
ið. Besta ráðið til þess álíta þau það, að byrja sem allra fyrst,
t. d. 8 ára, að láta kenna því biblíusögur og kver. En nú hafa
víðtækar rannsóknir í erlendum skólum, sérstaklega i Þýskalandi,
leitt í ljós, að ungurn börnum er mjög lítið urn trúarlærdóma
gefið, og að þörfin fyrir þá vaknar yfirleitt ekki fyr en um
12 ára aldur. Er því efcki ósennilegt, að 8 ára barnið íengi óbeit
á trúarlærdóminum, og gæti sú óbeit jafnvel orðið svo rnegn, að
hún yrði um aldur og æfi einskonar bólusetning gegn trúartil-
finningunni, a. m. k. í þeirri mynd, sem til var stofnað.
Eg hefi í þessum tveimur erindum bent á nokkur atriði, sem
skipta stefnu rnilli hins nýja og hins gamla skóla. Það er vitan-
lega fjöldamargt eftir ótalið, sem ekki er kostur á að ræða á
jafnstuttum tíma og eg hefi hér til umráða. í fám orðum má
segja, að það sé viðhorfið til barnsins og námsefnisins, sem
skipti stefnunum. Annars vegar byggir gamli skólinn skoðanir
sinar á heimspekilegum bollaleggingunr, sem geta verið rneira og
minna skynsamlegar, en hafa það sameiginlegt, að þær eru ekki
byggðar á rannsóknum á veruleikanum. 1 framkvæmd er farið
með börnin eins og þau væru fullorðnir rnenn i smækkaðri mynd.