Menntamál - 01.03.1933, Page 19
MENNTAMÁL
5i
Landfræðtkeimsla.
Frh.
Nú skal eg í stuttu máli gera grein fyrir tildrögum þess, a'S
eg brá út af venjulegri námsskrá, og hvernig smám sarnan þró-
aðist ný vinnuaðferð i þessari grein, í raun og veru að leiðsögn
barnanna sjálfra. Eg hafði nokkuð kynnt mér nýungár í barria-
sálarfræði, og einkum fest athygli við mismunandi áhugaaldur
barna. Svo hefir virst, að 10—12 ára gömul börn væru einkum
hugfangin af sögum um afreksmenn, rannsóknarferðir eða land-
könnunarferðir og því um likt. 1 bekknum minum áttúin við
eiginlega að lesa um Ðanmörku, en í stað þess tókum við að
lesa af kappi um Gi'ænland, því að mér virtist það eftir þessari
kenningu um áhugaaldur vel til fallið. Við skröfuðum nú og
skeggræddum um legu Grænlands og landslag, um landísirin og
hafísinn, veðráttuna, Eskimóana og skinnbátana þeirra, seli, hvali,
ísbirni, um ferð Nansens yfir Grænland, o. s. frv. Þegar að viku
liðinni var niér þáð ljóst, að eg var á réttri leið. Þessi Græn-
landsfræði vöktu alveg einstakan áhuga. Hvar Sem eg rakst á
börnin, á götum úti eða í skólanum, þá rigndi yfir mig spurn-
ingum. Sama sagan barst mér frá heimiíúnum.
Áður höfðu nemendur mínir jafnan skrifað og teiknað sínar
eigin landfræðibækur. Aðrar námsbækur höfðu þau þá ekki haft,
og hafði aldrei skort áhuga. Miklu fremur kom það fyrir, að
aðrir kennarar, sem höfðu einstakar greinar i bekknum, kvört-
uðu undan landfræðiáhuganum. En þegar Grænlandsnámíð byrj-
aði, þá keyrði þó um þvert bak. Allt ílóði i myndum og teikn-
ingum. Börnin teiknuðu og máluðu allt, sem þau komust yfir,
ýmist eftir bókum, sem þau höfðu aldrei áður viljað líta í, eða
■eftir gripum á þjóðmenjasafninu. Einn drengurinn teiknaði mynd
af hverjum hlut í Grænlandsdeikl safnsins.
Þannig hélduin við lengi áfram, en loks urðum við að hverfa
frá Grænlandi. Eg valdi nú regnskógabeltið í Mið-Afríku sem
næsta námsþátt. Það gerði eg vegna þess, hve allt er þar gjör-
ólíkt, til þess að engin hætta væri á að börnin rugluðu saman.