Menntamál - 01.03.1933, Page 21

Menntamál - 01.03.1933, Page 21
MENNTAMÁL 53 liafa allra handa útkróka rnc'ö að ná sér í myndir. Hver vinn- ur eins og honum þóknast. Sumir teikna mest, en aÖrir skrifa. Eg hefi gefiÖ út tvö myndahefti, sem eiga við fyrri hluta bók- arinnar. „Náttúran og mennirnir", svo aÖ öllum sé kleift a'S fá sér nokkurn myndastofn, sem þau geta síÖan aukið við. Þegar við ljúkum við einhvern þátt, er það orðinn siður, að slá botninn í með mynd eða kvæði. Eg set hér sýnishorn af þessum „kvæðum“, og minni á það, að höfundarnir eru 9—10 ■ára. Þau lýsa allvel áhuganum, bæði á því, sem búið er að fást við, og eins hinu, sem á að taka til við. 1. Nú skulum við sigla til sólheitra landa, en söknum þó Grænlands köldu stranda. Alltaf munum við minnast þín, miðnætursól, er á jöklana skin, — Allt er í Grænlandi gaman. ntálaib 2. Hér hef ég málið myndir, menn og skrítin dýr, hvernig þau liía og láta, — í Afriku allt þetta býr. u Nú yfiruef ég freðmýrina ómælisviða, J J b J sondbytfin*, og fer að lesa um Sahara, með syndbyljina stríða. — Og svo framvegis, endalaust. Tvisvar sinnum hafa börnin ■sett saman smáleiki um landfræðileg efni. Hinn fyrri gerðist í frumskógi, og persónur leiksins voru Indíánar og hvitir menn. „Leyndardónmr frumskóganna“, hét hann. Þennan leik hjálp- aðist allur bekkurinn að skrifa. Hinn síðara skrifaði 9 ára ■drengur, og leikurinn hét spaklegu nafni: „Ojæja, mennirnir eru eins og sjakalar." Börnin máluðu sjálf leiktjöldin, teikn- uðu búninga, söfnuðu sjálf öllum hjálpargögnum, og sýndu í öllu lifandi áhuga. Gildi slíkrar hópstarfsemi liggur svo í augum uppi, að ástæðulaust er að fjölyrða um. Það mun nú vera augljóst af því, sem sagt hefir verið, hve vel slikt námsefni og aðferð á við það aldursskeið, sem hér

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.