Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 23
MENNTAMAL
55
á öðrum heimsálfum. ÞaÖ er góð regla, aÖ fikra sig frá hinu
einfalda til hins flóknara. Þegar þau svo loks byrja aÖ lesa
um Evrópu, er áhuginn vakandi, og þau ganga að náminu
með sama clugnaði og ákafa og áður, þegar lesefnið var um
ljón og ísbirni, mannætur og Eskimóa, þó að viðfangsefnið
sé nú miljónaborgir, samgöngur, iðnaður og verslun, og öll
sú flókna fjölbreytni. Eg er í engum efa um, að þessi að-
ferð er réttari hinni eldri.
Eg man það, að einu sinni, áður en eg breytti um aðferð,
var eg að kenna eldri börnum um Afríku, og það vakti undr-
un rnína, að jafnvel drengirnir virtust ekkert gaman hafa af
þvi að heyra um ljón og mannætur. Mér var ljóst, að eitthvað
var hogið við þetta. Nú skil eg það. Námsefnið átti ekki við
aldursskeiðið.
Þeim, sem efast um, að eg hafi í þessu rétt fyrir mér, vil
eg gefa gott ráð: Reynið einn vetur að kenna io ára börnum
um Eskimóa, skinnbáta, seli og rostunga, en sleppið Þýska-
landi og Bretlandi. Eg þori að íullyrða, að þér munið skipta
um skoðun. Það hafa margir þegar gert.
Uppeldismálin á Aljiingi.
Enn þá einu sinni hefir Alþingi fslendinga sýnt hug sinn til
uppeldismálanna í landinu. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar
virtist ekki kenna neinnar ofrausnar í útgjöldum til uppeldis-
málanna. Sýndist þar ekkert umfram það allra sjálfsagðasta, og
sumt fellt niður, sem áður hefir verið talið sjálfsagt, eins og
t. cl. styrkur til kennaranámskeiða. Samt sem áður tókst fjár-
veitinganefnd neðri deildar að finna þrjá útgjaldaliði til kennslu-
mála, sem henni þótti rétt að felldir yrðu niður. Voru þær til-
lögur samþykktar með miklum meiri hluta atkvæða við 2. um-
ræðu fjárlaganna. Upphæðir þessar voru: ioooo kr. til kennslu-