Menntamál - 01.03.1933, Page 26
58
MENNTAMÁL
Nýtísku barna-, kennara- og unglingaskólar hafa verið stofnaðir
um allt landið. Frægir uppeldis- og sálarfræðingar frá Evrópu
og Ameríku fengnir til leiðbeiningar.
Loks er niðurskurður sá á útgjöldum til skólamála, sem hér
hefir verið gerður að umtalsefni, gersamlega fordæmanlegur
vegna þess, að af þeim framkvæmdum, sem um er að ræða,
mátti vænta stórmerkra umbóta í uppeldismálum landsins, enda
þótt þær kostuðu hverfandi lítið fé. Kennaranámskeið eru um
allan heim talin meðal grundvallarskilyrða til framfara í skóla-
málum. Á síðustu árurn hefir í mörgum löndum verið sérstak-
lega mikil alúð lögð við að gera kennaranámskeið sem best úr
garði og þar mest, sem barnafræðslan er best. — Þá er kennslu-
eftirlitið. Það er ekkert efamál, að þar er um að ræða eitt hið
mesta framfaramál íslenskrar barnafræðslu. Að vísu var ekki
mjög mikils af því aS vænta í því formi, sem á því tar byri-
að. En í stað þess að léggja það niður, hefði þinginu verið
sæmra að hækka tillagið upp í 20—30 þús. kr. Þá hefði mátt
fela eftirlitið 4—5 vel hæfum mönnum, sem ekkert annað starf
hefðu haft með höndum. Að sinni er ekki rúm til að færa rök
fyrir nauðsyn þessa stórmerka máls, en þess má geta, að innan
skamms mun hirtast um það allítarleg ritgerð hér í blaðinu. —
Um náms- og utanfararstyrkina er það að segja, að nærri ligg-
ur að láta sér detta í hug, að þingmennirnir séu að gera leik
að því, aö svívirSa kennarastéttina og uppeldismálin i landinu
með því að fella styrki þessa niður. Þess ber að gæta í þessu
sambandi, að skilyrði kennaranna til að fullkomna sig í staríi
sínu hér heima, eru í bágasta lagi. Hér á landi er t. d. engin
rannsóknarstofnun uppeldisvísinda, hér eru engir tilraunabarna-
skólar, hér eru engir barnagarðar, hér eru engir vandræðabarna-
skólar, hér er engin kennsla fyrir kennara í skólahandavinnu
og á öllu landinu er ekkert bókasafn fyrir uppéldisvisindi. Þeg-
ar alls þessa er gætt og þess, hversu fjölmenn kennarastéttin
er og smánarlega launuð, þá er það undarlegt að þingmönnutn
finnist óþarfi að íslensku kennararnir fái 2 þús. kr. til að ferð-
ast fyrir erlendis og 1200 kr. til náms við erlenda skóla. Þessi