Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 5
MENNTAMAL 151 „Kennslutækin hafa víst ekki verið margbrotin‘:“ segi ég. „Þau voru helzt engin,“ svarar Friðrik. „Bækur þær, sem ég þurfti að nota, bar ég' milli kennslustaðanna á bakinu. Einn nemenda minna frá þeim tíma hefur haft orð á því, hve eftirvænting sín hafi verið mikil, er ég dró kassa upp úr poka mínum, lauk honum upp og tók fram bækur mínar.“ „Og námsgreinirnar, hverjar voru þær?“ „Það var nú lesturinn. Skólabörnin voru á aldrinum 10—14 ára, svo að þau hefðu átt að vera orðin læs, þegar þau komu í skólann. En það reyndist ærið misjafnt. Mörg voru prýðilega læs, en önnur heldur sLrðari, svo að tals- verður tími fór í að kenna þeim lesturinn, og sum varð ég að taka í aukatíma, auðvitað án nokkurrar aukaborg- unar. — Svo var skriftin, eins og ég minntist á áðan, og réttritunin. Og mikla áherzlu lagði ég á reikningskennsl- una, enda var þá töluverður áhugi fyrir reikningsnámi ríkjandi hjá fólki þar um slóðir. Rjómabúin voru að rísa upp og kaupfélög komin á fót og menn sem óðast að kom- ast í skilning um, að nokkur kunnátta í meðferð talna væri hverjum manni nauðsynleg. Ég kenndi reikningsbók Eiríks Briem, en sú bók var of erfið og of dæmafá fyrir misjöfn börn, þótt hún hins vegar væri mjög skýr og glögg og kæmi mörgum námfúsum unglingi að ómetan- legu gagni.“ „Og aðrar námsgreinar?“ segi ég. „Langmest áherzla var lögð á kver og biblíusögur. Það töldu foreldrar barnanna mestu máli skipta. Bæði þeir og presturinn vildu láta læra kverið vel, læra það utan að, en ég taldi, að mestu varðaði um andann. Svo kenndi ég ofurlítið náttúrufræði og landafræði, mest munnlega. Is- landssögu kenndi ég ekkert. Og teiknun og leikfimi var auðvitað ekki nefnd á nafn.“ „Hvernig var með sönginn?"

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.