Menntamál - 01.11.1944, Side 6

Menntamál - 01.11.1944, Side 6
152 MENNTAMÁL „Söngur var yfirleitt ekki kenndur.“ „En í Hafnarfirði, þegar þú komst þangað?“ „Jú, þar hafði söngur verið kenndur um alllangt skeið. Sigfús Einarsson hafði t. d. kennt þar söng í tvo vetur, bæði við barnaskólann og Flensborgarskólann. En hann réðst söngkennari að kennaraskólanum haustið 1908.“ „Tókst þú við söngkennslunni af Sigfúsi?“ „Já. Auk þess kenndi ég að sjálfsögðu ýmsar aðrar námsgreinar í barnaskólanum, en mér er samt óhætt að fullyrða, að sönglistarstörfin hafi verið aðalviðfangsefni mitt þessi 36 ár, sem liðin eru síðan ég kom til Hafnar- fjarðar. Ég hef til dæmis að taka verið organleikari í þjóðkirkjunni í 30 ár, kennt á hljóðfæri fyrstu árin og stofnað söngflokka og stjórnað þeim, karlakórum, blönd- uðum kór og kvennakór. Og það vita tæpast aðrir en þeir, sem reyna, hve tímafrek slík störf eru. I Flensborgar- skólanum kenndi ég söng óslitið til 1921, en í barnaskól- anum kenni ég hann enn. í Flensborg kenndi ég nemend- unum söngfræði og nótnalestur, svo að þeir gátu sungið fleirraddað frá blaðinu, er bezt lét. Ég æfði einnig dá- lítið nótnalestur í barnaskólanum og komst svo langt með nemendur efstu bekkjanna, að þeir gátu einnig sungið frá blaðinu. Ég hef haldið þessu lítils háttar áfram alla tíð, en komizt styttra, vegna þess að síðan 1918 hefur hverjum bekk ekki verið kenndur söngur nema eina stund í viku, en áður jafnan tvær stundir á viku. En upphafið að þessari nótnalestrarkennslu minni var það, að Sigfús Einarsson hafði farið utan, þegar kennaraskólinn var stofnaður, til þess að kynna sér nýja söngkennsluaðferð, hina svonefndu belgversku aðferð til þess að syngja eftir nótum á hægari hátt en áður hafði tíðkazt. Ég lærði þessa aðferð á námskeiði hjá Sigfúsi í Kennaraskólanum árið eftir, og á næstu árum fór ég auk þess þrívegis til útlanda til frekara söngkennslunáms, enda hefur það ævinlega verið álit mitt, að kennarar verði að halda sér vakandi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.