Menntamál - 01.11.1944, Qupperneq 7

Menntamál - 01.11.1944, Qupperneq 7
MENNTAMÁL 153 og fylg-jast með því, sem er að gerast annars staðar í meðferð kennslugreina þeirra.“ „Hvernig var með kennslubækur við sönginn?“ segi ég. ,,Við notuðum fyrst sönghefti eftir Jónas Helgason, er hann nefndi Söngkennslubækur fyrir byrjendur, — Litlu heftin, sem við kölluðum, — en 1918 gáfum við Sigfús Einarsson og Pétur Lárusson út tvö sönghefti þrírödduð, Skólasöngbókina, og voru þau lengi notuð. Svo kom Hand- bók söngkennara 1929, eftir Aðalstein Eiríksson, Pál Isólfsson, Þórð Kristleifsson og mig. Á næstu árum gáf- um við þessir sömu menn út þrjú hefti af Skólasöngvum. En nú eru þessar bækur allar uppgengnar, svo að við söngkennararnir stöndum k?nnslubókalausir.“ „Er engin von til, að úr því rætist?“ segi ég. „Jú, ég á von á því,“ segir Friðrik. „Fyrir rúmu ári var okkur Páli Halldórssyni söngkennara falið að undir- búa þrjú textahefti til notkunar við söngkennslu í barna- skólum, og geri ég ráð fyrir, að þau komi út áður langt um líður.“ „En nóturnar?“ „Það er í ráði, að tilsvarandi nótnahefti verði svo gef- in út á eftir,“ segir Friðrik. „Annars vildum við Páll Halldórsson fá að segja seinna í Menntamálum nokkur orð um þessa útgáfu sérstaklega og fleira, er út mun verða gefið af þessu tagi.“ „Það þykir mér gott að heyra,“ segi ég, „og svo mun einnig vera um marga lesendur Menntamála.“

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.