Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 8
154 MENNTAMÁL MENNTAMAL TUTTUGU ÁRA í októbermánuði síðastliðnum voru 20 ár liðin síðan fyrsta hefti Menntamála kom út, þótt yfirstandandi ár- gangur sé ekki nema sá 17., því að útkoma þeirra féll niður árin 1929—30 og aftur 1934. Þegar Menntamál hófu göngu sína haustið 1924, hafði ekkert tímarit um uppeldismál komið út hér á landi síðan á miðju ári 1922, er Skólablaðið hætti, en það hafði Helgi Hjörvar gefið út, fyrst einn, en undir lokin ásamt Steingrími Arasyni og Ásgeiri Ásgeirssyni. Má lesa gerr um útgáfu uppeldis- málarita hér á landi í bók Gunnars M. Magnúss, Sögu alþýðufræðslunnar á íslandi (bls. 305). Stofnandi Menntamála var Ásgeir Ásgeirsson, síðar fræðslumálastjóri. Hann var útgefandi fyrstu fimm ár- ganganna og ritstjóri. Því var það, þegar Ásgeir varð fimmtugur á síðastliðnu vori, að Menntamál sendu hon- um kveðju sína svo hljóðandi: Ævilangt býr að æskufóstri gróður ljóss og lífs. Sjá hér frjóanga, er þú festir í mold, vaxinn í tvítugan við. Margs er að minnast, margt að þakka,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.