Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 12
158 MENNTAMAL í sólskinið ofar skýjum. Fljúga hálían dag í himinblíðu. Undir er Maríuullin, hvítir skýjabólstrar svo þétt að hvergi grisjar á milli, en yfir önnur ský, sem sólin stafar í gegn um. Máske himnarnir séu sjö ef farið er nógu hátt. Svo fara að koma vakir í skýjabreiðuna. Það glitti í hafs- flötinn, og einhver undrablóm með mjallhvíta krónu og smaragðsgrænar rætur. Fjarlægðin málar fleira en fjöll- in. Við erum komnir á Nýfundnalandsbanka, svona var borgarísinn, sem ,,Titanic“ fórst á. Brátt dimmir og við sofnum; það er engin hætta á ferðum á himnum. Innan stundar líður svefnhöfginn frá. Dökkblátt rökkrið verður að svartri nótt. En á jörð niðri kvikna bjartir ljósflákar. Það eru bústaðir milljónanna, fyrst Boston, hin stolta borg Pílagrímsfeðranna. Þá kemur hin mikla ljósbreiða New-Yorkborgar. Þar er hin mikla Babýlon allra kyn- kvísla og þjóðtungna. Hin löngu stræti eru eins og lýsandi köngurlóarvefur og eftir þeim skríða gljásvört skorkvik- indi. Sú borg sefur aldrei. Úr því slitnar ljósrákin ekki þar til lent er í Washington um miðnætti. Flugan hnitar nokkra hringa og sezt. Hraðinn og hávaðinn breytist í kyrrð og þögn. — Margt segir þú. En hví er þér þetta svo ríkt í huga? — Vegna þess að þetta er örlagaríkasta breytingin, sem orðið hefur fyrir þjóð okkar á minni ævi. Flugið hef- ur flutt okkur inn á vígvöllinn og alþjóðasamgöngur eftir stríð. Einangrunin er horfin. Fyrir allan almenning stend- ur nú breyting þessi fyrir dyrum. I ófriðarlok opnast leið- irnar aftur og eru þá margfallt styttri. Sólarhringurinn breytist í klukkustund. — Þetta þykir mér góð tíðindi fyrir kennarana. Þeir þurfa víða að fara til menntunar og frama og gera sem mest úr hinni hraðfleygu stund. En nú er tími minn á þrotum og máske rúmið líka. En ég kem aftur á þinn fund til að ræða umskiptin á fleiri sviðum. — Vertu velkominn!

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.