Menntamál - 01.11.1944, Page 17

Menntamál - 01.11.1944, Page 17
MENNTAMÁL 163 ljóst, sem að þessu unnu, að þess mundi vera þörf. Reynslan ein getui sýnt til hlítar, hvað vel hefur tekizt og hvað miður í gerð kennslubókar. Þessi endurskoðun námsbókanna hefur ekki verið haf- in enn. Flestar þeirra eru aðeins endurprentaðar ár frá ári óbreyttar, og tekst þó hvergi nærri að láta þá véla- vinnu ganga svo greitt, að skólarnir þurfi ekki að bíða þeirra til mikils baga. Þeim einum er varpað fyrir borð, sem reynast alóhæfar, og gengur jafnvel erfiðlega að fá aðrar nýjar í staðinn, svo sem kennslubók í kristnum fræðum. Lestrarbækur voru góð úrbót á sínum tíma, en full reynsla er fengin um það, að þær eru eklci fullnægj- andi. Lesefnið í fyrstu flokkunum er alltof lítið, og í síð- ari flokkana vantar margt, sem gæti orðið til stuðnings við móðurmálskennsluna. Er þetta nefnt aðeins sem dæmi. Ríkisútgáfan mun vera í svipinn stjórnarlaust fyrirtæki. Naumast verður það talið heppilegt, svo mikilvæg sem hún er barnafræðslunni í landinu, en fyrrverandi stjórn- arnefnd mun að vísu hafa hagað svo störfum hin síðari ár, að þess yrði saknað sem minnst, þegar hún hyrfi úr sögunni. En þrátt fyrir þá annmarka, sem orðið hafa á framkvæmd þessa stórþarfa fyrirtækis, námsbókaút- gáfunnar, mundi þó stórum verr komið, ef hennar hefði ekki notið við. Getur hver sem vill gizkað á eftir almennu verðlagi á bókum hin síðustu ár, hvílík byrði það væri barnmörgum heimilum að sjá börnum sínum fyrir álíka námsbókakosti og nú fæst fyrir námsbókagjaldið, ef „einkaframtakinu“ væri látið eftir að annast útgáfu þeirra og sölu. Ber því hina bráðustu nauðsyn til að bæta úr ágöllum um stjórn námsbókaútgáfunnar og fram- kvæmd.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.