Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 167 inn af skrykkj óttum framróðri okkar er sá, að við höf- um eignazt hrærigraut af skólum og fálmkenndar til- raunir í uppeldismálum. Dæmi þessa eru kunn. Við höf- um, sem sagt, ekki fengið verulegar umbætur á þessu sviði frekar en öðrum undir hinu gamla þjóðskipulagi. Við eygjum að vísu nýskipan skólamála, sem nokkurs má af vænta, og bætt launalög eru í uppsiglingu. Þetta eru merkilegir áfangar og mikils virði, ef vel tekst. En á þessum tímamótum, lýðveldisárinu, á 20 ára af- mæli Menntamála, er mér efst í huga sú ósk til handa íslenzku þjóðinni og íslenzkri framtíð, að henni auðnist að eignast stjórnskipulag, sem skilur, að atvinnumál, við- skiptamál og menntamál eru óaðgreinanlegir þættir í vel- farnaði hverrar þjóðar, og framkvæmir nytsöm verk 1 krafti þess skilnings. Þessir þættir verða að sameinast, jafnstyrkir, í þeirri taug, sem þjóðin festir skip sitt við, — það er líftaug hennar. Mætti þá svo fara, að gagn- kvæmur skilningur yxi milli stétta þjóðfélagsins, — og „mest er það umvarðandi, að íslenzkir sjálfir fái elsku til skóla vors“, eins og það er orðað í skýrslu Bessastaða- skóla árið 1840. Landsuppfrœðingarfélagið var stofnað árið 1794, eða fyrir 150 árum. Magnús Stephensen konferenzráð var alla tíð lífið og sálin í því félagi. l>að félag gaf meðal annars út Kvöldvökur Hannesar biskups Finnssonar, Minnis- verð tíðindi, Gaman og alvöru, Vinagleði og Eltirmæli 18. aldar. Heimili og skóli. í 5. hefti þessa árs skrifar séra Halldór Kolbeins grein: Gtdl í lófa framtíðarinnar. „Heilbrigt uppeldi cr ltið sanna gull í lófa framtíðar- innar. Það er allra verðmætast," segir hann. Valdimar V. Snævarr, fyrr skólastjóri í Neskaupstað, skrifar kveðjugrein til kennara og barna þar eystra. Hannes J. Magnússon skrifar um eftirlætisbarnið og Pétur Sigurðsson um áhrif kv'ikmynda. Ymislegt fleira er í heftinu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.