Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.03.1945, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XVIII., 3. MARZ 1945 SKÚLI ÞORSTEINSSON: Skógræktin og skólarnir (Höfundur þessarar greinar, Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskilirði, er Austfirðingur, fæddur á Stöðvarfirði 24. des. 1906. Hann tók próf úr Hvít- árbakkaskólanum 1928, og fór síðan í námsferð um Noreg, Danmörk og Þýzkaland. Kenn- arapróf tók hann vorið 1932, og kenndi við Austurbæjarskól- ann í Reykjavík 1932—1939, að hann varð skólastjóri á Eski- firði. Innan ungmennafélags- skaparins hefur Skiili að baki sér langan starfsferil og merki- legan, því að maðurinn er dug- legur og ötull, að hverju sem hann gengur. Hann er nú for- maður Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands.) Á landsnámsöld var Island allt viði vaxið milli fjalls og fjöru, að sögn Ara fróða. Hefur þá víða verið fagurt um að litast og hlýlegt til bólfestu. Þá hafa „angað blóma- breiður“ í skjóli laufkrýndra stofna, þar sem nú blása svalir vindar um nakinn svörð. Orðið holt er nú ekki lengur notað í hinni fornu merkingu, og talar það sínu máli. 111

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.