Menntamál - 01.03.1945, Síða 17

Menntamál - 01.03.1945, Síða 17
MENNTAMÁL 67 Þessi ungu börn vantar enn biblíusögur, sem þeim hæfi. í þeirri bók eiga að vera valdar sögur, endursagðar á góðu og léttu máli. Þar eiga líka að vera ýmiss konar barna- vers. Margar og góðar myndir eiga að vera í bókinni og hún prentuð með stóru og skýru letri. Ég hef nokkra reynslu fyrir mér í því, að litlu börnin myndu taka slíkri bók tveim höndum. Eftir að ég hafði þýtt kafla þá úr amerísku biblíusögunum, sem birtust í síðasta árgangi Menntamála (bls. 31—34), linnti sonur minn sex vetra gamall ekki látum, fyrr en ég þýddi eða endursagði nokkra fleiri kafla úr sömu bók handa honum að lesa. Og hann las þá upp aftur og aftur, dag eftir dag. Niðurlagsorð. Þetta er orðið lengra mál en til var ætlazt. En eftir því, sem ég fæ bezt séð, er þessi bók, biblíusögurnar, þannig samin að efnisvali og framsetningu, að hún getur vel verið kennslubók í barnaskólunum til frambúðar. Þess vegna hef ég sem rækilegast bent á þau atriði, sem mér hefur þótt að betur mætti fara, en þau eru hvorki fleiri né stórvægilegri en svo, að hægðarleikur er að bæta úr þeim, þegar bókin verður endurprentuð. Ó. Þ. K. Þjóðviljinn birtir 15. marz s.l. langt og ýtarlegt viðtal við formann Sambands íslenzkra barnakennara, Ingimar Jóhannesson, um launalögin nýju og viðhorf kennara við þeim. Skýrir Ingimar þar meðal annars frá því, hvernig launakjörum kennara hefur verið háttað á ýmsum tím- um allt frá 1907, og sýnir fram á, hve óheppilegar afleiðingar það hefur haft og hlýtur ávallt að hafa, að kennarar fái ekki svo mikil laun fyrir starf sitt, að þeir geti lifað sómasamlegu lífi á þeim. Er margt athyglisvert í greininni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.