Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 6
128 MENNTAMÁL fór eftir hádegið í fræðslumálaskrifstofu ríkisins á fund einhvers mektarmanns, sem átti að vera verndari minn eða forsjármaður í hvívetna, en Jón Emil fór í annan stað, þar sem ein forstöndug og snarleg kvinna spann ör- lagaþræði hans. Aðalforsjármaður minn í fræðslumálaskrifstofu ríkis- ins er af þýzkum ættum og heitir Bodeman, en sá, sem „gerði verkin,“ og ég hafði mest saman við að sælda, heitir Patrick Curnin. Nafnið bendir til írsks uppruna. 1 skrifstofu þessara heiðursmanna var vélritari frá Japan og virtist mér yfirleitt, að meðal fólks þess, sem vann í fræðslumálaskrifstofunni — og það skipti mörgum hundr- uðum — mætti sjá svo mörg ólík andlit, að líkast væri því að hér væri alþjóðaskrifstofa! Fræðslumálaskrifstofa ríkisins er í hjarta borgarinn- ar — eins og flestar opinberar skrifstofur ríkisins. Er hún í mjög stílhreinu, nýju og traustlegu 5-hæða stein- húsi við Independence Avenue. Við Patrekur ræddum lengi saman. Fyrst var rætt um ferðaáætlun, sem hann hafði lagt drög að og byggð var á óskalista þeim, er ég hafði lagt fram. Var brátt gengið frá því, hvernig fyrsta mánuðinum skyldi varið, en ýmis- legt yrði athugað nánar um hinn tímann. Þar næst röbb- uðum við um hugðarefni okkar og fræddum hvorn ann- an um skólamál og sitthvað fleira. Einnig fór Patrekur með mig í nokkrar deildir fræðslumálaskrifstofunnar, sem ég' átti svo að kynnast nánar síðar. Þetta var á miðvikudegi, en ákveðið var, að ég færi næsta laugardag til Atlantic City og yrði þar um það bil í viku á ársþingi margs konar forystumanna í skólamálum, en koma svo aftur til nokkurrar dvalar í Washington. Dagana til helgarinnar — þ. e. fimmtudag og föstudag — skyldi ég nota til þess að fá fræðslu um sitt af hverju, er mér mátti að gagni koma, fara í skóla og smáferðir um borgina og nágrennið o. fl.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.