Menntamál - 01.12.1953, Page 16

Menntamál - 01.12.1953, Page 16
138 MENNTAMÁL um 230 manns í bænum, og þar af um 60 börn innan fermingar. Mætti þá ætla, að um 12—16 börn væru á 10—14 ára aldri, en á því aldursskeiði mun venjulega hafa þótt til- tækilegast að börn nytu einhverrar fræðslu, ef hún var fáanleg. Á Akureyri mun það hafa gengið misjafnlega sem annars staðar, og fara engar sérstakar sögur af því, heimilin að sjálfsögðu misjafnlega fær um að veita börn- um fræðslu, helzt vitað með vissu, að börn hinna efnaðri manna, svo sem embættismanna og kaupmanna, hafa hér sem annars staðar notið betri fræðslu en almennt gerðist þá. Sum þessi heimili hafa annaðhvort annazt fræðsluna sjálf eða haft til þess heimiliskennara. Og svo átti prest- urinn að líta eftir fræðslunni og að sjálfsögðu annast fermingarundirbúninginn. Árið 1853 minnist hið nýstofnaða blað, Norðri, á það, að Akureyri vanti tilfinnanlega bæði kirkju og skóla. Og 1856 flytur blaðið langa þýdda grein úr ensku: Um upp- eldi barna, gagnmerka grein að vísu á þeirra tíma mæli- kvarða og þarflega, en ekki sérstaklega stílaða á fræðslu og skólahald. Annars eru Akureyrarblöðin fáorð um þessi mál framan af. Má t. d. nefna það, að 1866 flytur blaðið Norðanfari langa grein um það, sem það telur, að Akur- eyri vanti og þurfi úr að bæta á næstunni, en þar er ekki minnzt á barnaskóla eða barnafræðslu, og hafði þó árinu áður verið hróflað við slíku máli í bænum. En þetta afskiptaleysi blaðanna breytist mjög til batn- aðar þegar kemur fram yfir 1870. Flytja þau þá stundum fróðleiks- og hvatningargreinar um fræðslumál og skóla. Síðar stýrðu tveir af kennurum skólans sínu blaðinu hvor um tíma, en það voru þeir Páll Jónsson og Skafti Jósefs- son. Mun síðar nokkuð til bæjarblaðanna vitnað. Árið 1853 er að því leyti merkilegt í skólasögu landsins, að sjálfur konungsfulltrúinn leggur þá fram frv. á Al- þingi um tilskipun að stofnun barnaskóla í Reykjavík.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.