Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 8
130 MENNTAMÁL Convention Hall. á áðurgreint ársþing. Það var enginn smákofi, sem ég gisti í. Haddon Hotel heitir gistihúsið. Það er 10 hæðir, og eru þar yfir 1000 herbergi. Herbergi mitt var nr. 444 og þótti mér það skemmtileg tala. Ekki var nú gefinn bitinn — eða öllu heldur rúmið! — Því að 10 dollara kostaði það á sólarhring, þ. e. a. s. alla dagpeninga mína þá dagana. Atlantic City er lítil borg á sendinni strönd við Atlants- hafið. Að sumarlagi er þar urmull af gestum, því að bað- strönd er þar sérstaklega góð. Meðfram strandgötunni er fjöldi stórra gistihúsa og glæsilegra verzlana. Utan sum- artímans er fátt gesta í borginni, og er þá mörgum gisti- húsum lokað. Fjölmenn þing eða mót eru oft háð í At- lantic City þann tíma, sem baðgestir eru þar ekki. Er það m. a. vegna þess, að í borginni er stærsta samkomuhúsið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.