Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 18
140 MENNTAMÁL og mun skólastofan hafa verið í norðvesturhorni þess. Má segja, að það hafi verið hin fyrsta skólastofa á Akur- eyri og mundi ekki þykja vegleg nú. Jóhannes Halldórsson, sem raunar var hér jafnan nefnd- ur Halldórsen að dönskum hætti, því að bærinn mátti þá teljast hálfdanskur, og danskra áhrifa gætti þá hér mjög og lengi síðan, mun hafa haldið uppi einkaskóla um hálfan annan ára tug, og einnig verið kennari ýmissa barna í heimahúsum. Hann virðist því hafa verið einn um alla kennslu á Akureyri þennan tíma, og mun starfs- dagur hans hafa oft verið ærið langur, því að brátt bætt- ust oddvitastörf í bæjarstjórn, um fjölda ára, ofan á þreyt- andi kennslustarf. Ekki verður nú séð, hvaða gjald hann tók fyrir kennsl- una, en fráleitt hefur það verið hátt, og má þó víst telja, að nemendur hans flestir hafi verið börn efnuðustu mann- anna, því að ein af ástæðunum fyrir því, að rétt þótti síðar að bærinn tæki að sér að sjá um barnafræðsluna, var sú, að þá gætu börn hinna fátækari manna fremur notið hennar. Eins og kunnugt er, varð Akureyri sérstakt bæjarfélag árið 1863, en þangað til hafði verzlunarstaðurinn verið hluti úr Hrafnagilshreppi. En 2 árum síðar, árið 1865, kom fram tillaga um, að bærinn stofnaði barnaskóla, og var tillögumaðurinn danskur verzlunarstjóri hér, Bern- hard Ágúst Steincke. Hann var hinn merkasti maður og beitti sér hér fyrir ýmsum framfaramálum, og vann sér traust manna og hylli. En þessi tillaga hans um stofnun barnaskóla fekk ekki byr hjá ráðamönnum bæjarins, en mun þó hafa verið talsvert rædd manna á milli. 0g næstu 5 árin bólar ekki á slíkri tillögu. Má það raunar merkilegt heita, að því er bæjarstjórnina varðar, þar sem eini barna- kennarinn í bænum, Jóhannes Halldórsson, var í bæjar- stjórn frá byrjun og næstu árin oddviti hennar og helzti ráðamaður, og hefði því verið líklegastur til að verða for-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.