Menntamál - 01.12.1953, Síða 20

Menntamál - 01.12.1953, Síða 20
142 MENNTAMÁL komulag hans að sjálfsögðu byggt á áliti nefndarinnar, sem skipuð var skólagengnum mönnum. Á þessum fundi er Jóhannes Halldórsson ráðinn forstöðumaður skólans og einkakennari. Er það þá tilskilið frá hans hendi, að hentugt húsnæði fáist, og mun það hafa tekizt, því að víst er, að skólinn hóf starf sitt í október 1871, þótt ekki sé vitað hvaða dag, en líklega hefur það varla verið fyrir 23 okt., því að þann dag ákveður bæjarstjórn kennslu- gjald, er vera skyldi 1 dalur á mánuði með barni efnaðra manna, en 48 skildingar með hverju barni hinna fátæk- ari bæjarbúa. Mun varla líklegt að skólinn hafi tekið til starfa fyrr en kennslugjaldið var ákveðið. Má því örugglega fullyrða, að barnaskóli á Akureyri sé stofnaður í október 1871, en ekki 1870 eins og Kl. Jónsson telur í sögu Akureyrar, þótt tillögur um það kæmu fram bæði 1865 og 1870. . . . Blaðið Norðanfari birtir grein um barnaskólann á Akureyri í ársbyrjun 1876. Ræðir það fyrst um nauðsyn þess að hafa komið skóla á stofn. Of fá börn hafi getað notfært sér kennslu Jóhannesar Hall- dórssonar vegna kostnaðar, og því hafi opinber skóli verið nauðsyn. Þakkar blaðið mjög Jóni Jóhnsen bæjarfógeta það, að skólinn var stofnaður, og getur þess, að fyrstu 2 árin hafi aðeins 20 börn sótt skólann hvort árið, en það sé ekki meira en svo sem helmingur þeirra barna, sem þurft hefðu að nota hann. En þetta ár séu börnin 30 í skóla, og starfi nú Tómas Davíðsson einnig við skólann ásamt Jóhannesi Halldórssyni. Skólinn byrji nú um miðj- an október og standi til aprílloka. Kennt er 5 stundir á dag, frá kl. 9^2 til kl. 2*4, og hefjist skólinn hvern dag með söng og bæn. Þá getur blaðið þess, að inntökuskilyrði í skólann sé það, að barnið sé „nokkurn veginn bænabókar- fært til lesturs“, en út af því þurfi stundum að bregða, svo að sem flest börn geti notið skólans. Námsgreinar séu: Kver, biblíusögur, landafræði, saga, danska, ísl. málfræði, réttritun, skrift, reikningur og söngur.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.