Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 26
148 MENNTAMÁL Ritstjórarabb SkraddaraþanJcar um próf. Próf eru svo mjög iðkuð í íslenzkum skólum, að ekki getur talizt úr vegi, að þau séu nokkuð rædd. Og þau fela í sér ýmiss konar vanda, sem hverjum ábyrgum skólamanni er skylt að gera sér grein fyrir. Til þeirra fer mikill tími, og í þau er lagt mikið erfiði. En er þá þessum tíma alls kostar viturlega varið? Ýmsum nemendum valda þau kvíða og þrautum. Er það með öllu skaðlaust? Mörgum er gjarnt að líta á próf sem sjálfstætt markmið, sem nemendum og kennurum beri að keppa að um fram annað. Eru prófin þá jafnverðugt mark- mið í starfi skóla sem ýmsir vilja vera láta? Þessum spurningum er að vísu ekki auðsvarað þann veg, að ekki verði deilt um svörin. Og ég ætla meira að segja, að það sé með öllu ókleift. Hins vegar getum við, sem við skóla störfum, ekki skorazt undan því að svara þeim á einhvern veg. í því efni verðum við að treysta þekkingu okkar og heilbrigðri skynsemi. Hið versta, sem við gerum er að ganga fram í hugsunarleysi. Það, sem ég segi hér á eftir um próf og tilhögun prófa, er því ekk- ert fullnaðarsvar við þeim spurningum, sem varpað var fram, heldur miklu fremur efasemdir um það, að við förum að öllu leyti vitur- lega að í þeim efnum, fram bornar í því skyni einu að vekja til um- hugsunar um það, hvort eitthvað mætti þar ekki betur fara. í marzmánuði s. 1. kom til mín erlendur menntamaður og vildi fræðast um íslenzk skólamál. Hann var gagnkunnugur þeim málum víða um Evrópulönd, einkum í Mið-Evrópu og á Englandi. Hér hafði hann dvalizt um nokkurt skeið og heimsótt skóla. Mér nærri því óaði við glöggskyggni hans, er hann lýsti fyrir mér athugun- um sínum hér, einkum þegar þess var gætt, að hann skildi ekki fs- lenzku. Samt hafði hann t. a. m. gert sér ljósa grein fyrir gerð kennslubóka. Hann spurði mig í þaula, svo að ég hef ekki öðru sinni staðið frammi fyrir jafnhnitmiðuðum prófspurningum og ekki lieldur verið jafnríkt eftir svörum gengið. Hann gleymdi jafn- vel ekki farskólabörnunum og þeirra málefnum. Eina spurningu lagði liann fyrir mig með svofelldum formála: „Ég hef tekið eftir því,“ sagði hann, „að í íslenzkum skólum er miklu meiri áherzla lögð á próf, og þar snýst allt miklu meira um próf en í skólum nokkurs annars lands, þar sem ég þekki til. Og nú er stefnan alls staðar sú að gera próf sem minnstan þátt í skóla-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.