Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 34
156 MENNTAMÁL Skýrsla EiSaskóla Nýlega er út komin skýrsla Eiðaskóla fyrir árin 1950—’51, 1951—’52 og 1952—’53. Er þar margháttaðan fróðleik að finna um liag manna og viðfangsefni á höfuðmenntasetri Austurlands. Fyrsta árið, sem skýrslan fjallar um, sóttu 105 nemendur skólann, annað árið 85 og þriðja árið 87. Kennarar voru 7—8 auk skólastjóra, Þórarins Þórarinssonar. Fer hér á eftir orðrétt frásögn af daglegum liáttum í skólanum og enn fremur af nýrri, athyglisverðri tilhögun á gagnfræðanámi. Daglegir ha;ttir. Daglegir hættir voru svipaðir alla veturna. Helztu breytingar voru viðvíkjandi eftirliti kennara. Var þeim komið á haustið 1951. Þær voru þessar: Kennarar og skólastjóri skiptust á um daglegt eftirlit, tveir í senn, sína vikuna hverjir. Litu jieir eftir útivist (annar í einu), stjórnuðu borðhaldi og litu eftir í heimavistum þann tíma, sem heim- sóknir milli kynja voru leyfðar, annar í heimavist karla, en hinn í heimavist kvenna. Um leið var sá siður upp tekinn að leyfa slíkar heimsóknir kl. 20—21.30 miðveturinn hvert kvöld, en þann síðasta annað hvert. Þessar heimsóknir voru jafnan af teknar, þegar alvarleg veikindi voru, dansleikir eða annar sameiginlegur mannfagnaður og fundir. Sama haust var einnig byrjað að haga borðhaldi á þá lund, að matur var borinn á eitt langborð í borðstofu, og sóttu nemendur mat þangað í flokkum. Eftirlitsmaður úr hópi kennara var jafnan viðstaddur, kallaði á flokkana og gætti borðsiða. Sökum þrengsla í kennsluhúsnæði var einni deild kennt síðari hluta dags. Tvo fyrri veturna var það yngri deid, en hinn síðasta framhaldsdeild B. Höfðu nemendur þeirrar deildar verknám fyrra hluta dags. Annars voru daglegir hættir þessir i stuttu máli: Kl. 7.45 hófst fyrsta kennslustund. Kl. 8.30—9 hlé til morgunverðar og ræstingar herbergja. Kl. 11.30 var 4 kennslustundum lokið og þá farið í úti- vist fram að hádegisverði, kl. 12.15. Kl. 16 var kennslustundum yfirleitt lokið nema hjá þeim bekknum, sem kennt var seinni part- inn. Lestrartími var frá kl. 16 dl kl. 19.30, en þá var kvöldverður. Kl. 21.30 var húsum lokað og háttatími í síðasta lagi kl. 22.30.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.