Menntamál - 01.12.1953, Page 8

Menntamál - 01.12.1953, Page 8
130 MENNTAMÁL Convention Hall. á áðurgreint ársþing. Það var enginn smákofi, sem ég gisti í. Haddon Hotel heitir gistihúsið. Það er 10 hæðir, og eru þar yfir 1000 herbergi. Herbergi mitt var nr. 444 og þótti mér það skemmtileg tala. Ekki var nú gefinn bitinn — eða öllu heldur rúmið! — Því að 10 dollara kostaði það á sólarhring, þ. e. a. s. alla dagpeninga mína þá dagana. Atlantic City er lítil borg á sendinni strönd við Atlants- hafið. Að sumarlagi er þar urmull af gestum, því að bað- strönd er þar sérstaklega góð. Meðfram strandgötunni er fjöldi stórra gistihúsa og glæsilegra verzlana. Utan sum- artímans er fátt gesta í borginni, og er þá mörgum gisti- húsum lokað. Fjölmenn þing eða mót eru oft háð í At- lantic City þann tíma, sem baðgestir eru þar ekki. Er það m. a. vegna þess, að í borginni er stærsta samkomuhúsið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.