Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Page 5

Menntamál - 01.06.1972, Page 5
♦ XII. NORRÆNA FÓSTRUÞINGIÐ — fóstran sem uppalandi, nám barna á forskólaaldri — ♦—------------------------------------------ Dagana 31. júlí til 6. ágúst var haldið í Reykjavík 12. norræna fóstrumótið.1) Um það bil 600 manns tók þátt í mótinu, sem haldið var í fyrsta sinn á íslandi. Þórunn Einarsdóttir, formaður Fóstrufélags islands, setti mótið í Háskólabíó kl. 9,00 mánu- daginn 31. júlí, að viðstöddum forseta íslands og forsetafrú, menntamálaráðherra og fleiri Qestum, innlendum og erlendum. Þórunn Serði í stuttu máli grein fyrir sögu norrænu fóstruþinganna og bauð þátttakendur vel- komna. Þá ávarpaði Magnús Torfi Ólafsson, mennta rnálaráðherra, þingið. Hann sagði m. a., að hvarvetna á Norðurlöndum væri forskólastarf- semin í örum vexti og athyglin hefði einkum beinzt að henni hin síðari ár í umræðum, sem orðið hafa um skóla- og uppeldismál. En ekki byrfti samt að horfa langt aftur í tímann til að sjá, að gagnger breyting hefur átt sér stað á afstöðu samfélagsins til forskólastarfsem- 'nnar. Brautryðjendurnir, sem hófu starfið, voru af ýmsum áhrifahópum álitnir hættuleg- 'r niðurrifsmenn fjölskyldunnar og ríkjandi samfélags. Þá benti Magnús á þróunina frá stórfjölskyldunni til smáfjölskyldunnar, sem aðeins er mynduð af tveim kynslóðum og hef- Ur þess vegna mun fátæklegri uppeldisskilyrði UPP á að bjóða. Það er víst, sagði Magnús að lokum, að smáfjölskyldan verður drottn- andi eining í okkar samfélagi í fyrirsjáanlegri framtíð. Reynslan hefur sýnt, að þetta krefst aukins framlags til allra sviða félagsmála, og ') Á hinum Norðurlöndunum hafa fóstrur tekið upp starfs- heitið forskólakennari. ——---------------------------------------♦ þar hefur forskólinn forgang. Þar hafa menn safnað reynslu og kunnáttu, sem gerir mark- visst starf mögulegt. Forskólinn hefur reynzt vera sú brú, sem börn smáfjölskyldunnar þurfa á að halda, þegar þau ganga hin fyrstu erfiðu skref til móts við hið nýtízkulega stór- samfélag. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, gerði í á- varpi sínu grein fyrir forskólastarfinu í Reykja- vík og framtíðaráformum. Hann sagði, að ætlun borgarstjórnar væri að byggja árlega dagheimili fyrir 74 börn, leikskóla fyrir 2x60 börn og skóladagheimili handa 20 börnum. Geir Haligrímsson. MENNTAMÁL 107

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.