Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 8
Hjá forseta íslands. lega markmið forkennslunnar á samkvæmt álitinu að vera: að stuðla að skólaþroska og leiðrétta seinkun í þroska. Skólaþroskanum skiptir nefndin í félags-tilfinningaþroska, vit- rænan þroska og hreyfi- og líkamsþroska. Nefndin lítur svo á, að samfélagsleg og uppeldisleg markmið forkennslunnar náist bezt með því, að öll sex ára börn njóti ókeyp- is skyldunáms, og sá skóli lúti fræðsluyfir- völdum og menntamálaráðuneytinu. Það er einnig álit nefndarinnar, að forkennsla yngri barna en 6 ára eigi að vera undir pedagog- iskri stjórn fræðsluyfirvalda sveitarfélaga, en lúta yfirstjórn félagsmálaráðuneytis. Dagvist- un 6 ára barna á, að skoðun nefndarinnar, að vera á vegum fræðsluyfirvalda, en dagvistun yngri barna á vegum félagsmálayfirvalda. Takmarkið á að vera, að öll börn, sem þurfa dagvistun, fái hana — ýmist í skólun- um, á dagheimilum eða fjölskyldudagheim- ilum. Samkvæmt útreikningum nefndarinnar eiga framkvæmdir af ríkisins hálfu að geta hafizt árið 1975 og vera lokið árið 1980 í öllu land- inu. Finnski fulltrúinn við þingsetninguna var Veli Nurmi, fulltrúi í finnska menntamála- ráðuneytinu. Hann gerði í ávarpi sínu grein fyrir áliti „forskolekomittén1', sem skilað var 31. maí sl. Hann kvað nefndina hafa skil- greint almenn, samfélagsleg markmið for- kennslunnar, sem er samheiti á allri kerfis- bundinni fóstrunar- og skólastarfsemi fyrir börn undir skyldunámsaldri, svolátandi: forkennslan á að styðja viðleitnina til að hækka menningarstgi alls almennings, forskólakerfinu ber að leitast við að jafna hinn menningarlega og félagslega mis- mun, forkennslan á að styrkja sjálfstætt mat og gagnrýna afstöðu hjá barninu og jafnframt skapa skilyrði fyrir félagslegri þroskun barnsins, forkennslukerfinu ber að stuðla að fram- kvæmdum á jafnrétti konunnar í sam- félaginu. Hið almenna samfélagslega og uppeldis- Knud Heinesen. MENNTAMÁL 110

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.