Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 37
fjölbreytt og vel til hennar vandað í alla staði. Framsöguerindin voru yfir- leitt mjög áhugaverð og lærdómsrík, og það er sannarlega ekki oft, að manni gefst kostur á að hlýða á jafn marga erlenda sérfræðinga, sem þekktir eru fyrir rannsóknir og störf að uþþeldismálum eins og þarna bauðst tækifæri til. Þá er mér einkar minnisstæð sýn- ing á leikföngum og leiktækjum, sem opnuð var í Hagaskóla um sama leyti og mótið hófst. Þar var margt athyglisvert augum að líta, enda hef- ur þessi sýning hlotið viðurkenningu erlendis. Hún færði manni heim sanninn um, hve mikill skortur er hér á heppilegum og þroskandi leikföng- um fyrir börn á forskólaaldri. Því miður hafði ég ekki tækifæri til að sjá kvikmyndirnar, sem sýndar voru á mótinu, en heyrði þeim mik- ið hrósað. En nú hafa fjórar þeirra verið keyptar af Fræðslumyndasafni ríkisins, og eftir að hafa séð þær þar, get ég tekið undir með þeim, er létu í Ijós ánægju með þær. Ekki sakar að geta um barnabóka- sýningu í Norræna húsinu, þar sem úrval norrænna barnabóka var til sýnis fyrir almenning. Að endingu vil ég nefna skemmtunina í Þjóðleik- húsinu, sem var ákaflega vel heppn- uð og hreif okkur innlendu gestina ekkert síður en þá erlendu. Ég vil svo leyfa mér að nota hér tækifærið og koma á framfæri þakk- læti mínu fyrir að vera boðin þátt- taka í þessu móti. Sem gestur þarna fannst mér aðdáunarvert að sjá, hversu góð skipulagning virtist setja svip sinn á mótið, ekki sízt þegar tillit er tekið til hins mikla mann- fjölda, sem þarna var samankominn. Þökk sé Fóstrufélagi Islands svo og öðrum, sem þarna lögðu hönd að verki Margrét Margeirsdóttir Mér fannst erindin, sem þær Vanja Karlsson og Ulla Britta Brun fluttu um það hvernig smábörn læra, vera mjög athyglisverð. Þær viku oft í máli sínu að skýrslu sænsku nefnd- arinnar frá 1968, en í henni áttu sæti ríkisskipaðir sérfræðingar í öllu, er varðar byggingar, rekstur og starf- semi dagvistunarheimila. Haustið 1971 kom skýrsla þessarar nefndar út, þykk bók, sem er sandur af fróð- leik um dagvistunarheimili og upp- eldisstörfin þar, hvernig þau verði bezt af hendi leyst, og tilgang þeirra. Þessa bók bar mjög oft á góma á þinginu, bæði í íyrirlestrum og um- ræðuhópum. Bókin er mikill fengur íyrir fóstrur og aðra, sem vilja fylgj- ast með þessum málum. Mér þótti mjög gaman að fyrir- lestrum K. B. Madsens um nám, námshvata og markmið. Við fengum að heyra um kenningar, rannsóknir og tilraunir margra merkra sálfræð- inga í þessum efnum. Fyrirlestur Sigurjóns Björnssonar fannst mér einnig athyglisverður, þó að ég kannaðist við aðalniðurstöður rannsókna hans. Það sem mér þótti áhugaverðast voru niðurstöður Sigur- jóns um greindarmælingu stúlkna á skólaskyldualdri. Mér skildist að því lengur sem þær dveldust í skóla því lægri yrði greindarvísitala þeirra. Hvað veldur? Þessi fyrirlestur vakti mig einnig til umhugsunar um, að enn hafa eng- ar rannsóknir verið gerðar hér á landi á dagheimilisbörnum. Margir hafa áhuga á að vita um uppeldis- áhrif dagheimilanna, ekki sízt þegar um minnstu börnin er að ræða. Guðrún Friðgeirsdóttir. Mér fannst þingið takast með mikl- um ágætum, og það var ánægjulegt að vera þar. Flestir fyrirlestranna voru mjög fróðlegir, en einna athygl- isverðastur fannst mér þó fyrirlestur Hans Vejleskovs um málið og gildi þess. Ekki var síður fróðlegt að hitta þarna og spjalla við erlendar starfs- systur og komast að raun um, hvern- ig þær haga starfi sinu og bregðast við hinum ýmsu vandamálum, sem upp koma. Mjög athyglisverð þóttu mér t.d. ummæli Thyru Nielsen, en hún starfaði lengi í Montessorileik- skólanum, sem Sofie Rifbjerg stofn- aði. Hún sagði: „Þið eigið mörg fall- eg dagheimili, en þið gerið því miður sömu skyssuna og við Danir höfum gert; þið byggið allt of stórt. Hvorki börnum né fullorðnum líður nægi- lega vel í þessum stóru stofnunum." Mig langar líka til að tilfæra hér orð Kari Vangsnes, sem er eftirlits- maður með dagvistunarstofnunum í Osló. Hún sagði: ,,í Osló erum við MENNTAMÁL 139

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.