Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Page 10

Menntamál - 01.06.1972, Page 10
t Leikfanga- sýningin ♦-----------------------------------------------------4 í sambandi við fóstruþingið fékk Fóstrufélag Islands hingað farandsýningu á leikföngum frá Organisation Mondiale Pour L’Éducation Prescolaire (heimssamtök- unum um uppeldi Parna innan skólaaldurs), sem danski rithöfundurinn Thea Bank Jensen veitir forstöðu. Sýn- ingin var sett upp í Hagaskólanum, og var aðsókn að henni mjög mikil allan þingtímann. Nokkrar íslenzkar fóstrur leiðPeindu gestum og önnuðust vörzlu á sýn- ingunni ásamt frú Theu. Á sýningunni var margt athyglis- verðra uppeldisleikfanga frá ýmsum löndum, og var henni skipt í deildir eftir því fyrir hvaða aldur leikföngin voru ætluð. Þarna var gott úrval viðurkenndra leikfanga, bæði leikföng, sem ætluð eru til sölu í verzlunum og önnur, sem eingöngu eru framleidd handa stofnunum. Handa ungbarninu voru m. a. hringlur, bithringar, mjúkar dúkkur og dýr, baðleikföng, klæðisboltar, gúmmí- boltar og hringlukubbar. Fyrir börn 1—2 ára voru m. a. ýmsar gerðir af stórum kubbum, margvísleg ífellingarleiktæki, slagbretti, leik- föng til þess að draga á eftir sér, traustir bílar, hjólbörur, mjúkar brúður og dýr, sandleikföng og vatnsleikföng. Handa barninu á leikskólaaldri voru m. a. smáir og stórir bílar, kubbar, ýmis ökutæki til að ferma og af- ferma, skóflur, spaðar og sandleikföng, smádýr og menn, brúður með búnaði, kassa- og samsetningarhúsgögn, sími, byggingarleikföng, margvísleg spil og foræfinga- gögn, vefstólar, brúðuvagnar, búningar og leikmunir til hlutverkaleikja o. s. frv. Það var athyglisvert, hve leik- föngin voru vel hönnuð og haglega gerð. Því miður eru leikföng ekki viðurkennd sem kennslutæki hér á landi, heldur skoðuð sem lúxusvara og tolluð sem slík. Æski- legt væri, að forráðamenn þjóðarinnar tækju þessi mál til rækilegrar íhugunar og lækkuðu tolla á þessum dýr- mætu kennslutækjum. í sýningarskránni mátti m. a. lesa þetta: Um leikinn Leikurinn er öllum börnum lífsnauðsynlegur. í leikn- um lærir barnið að þekkja form, liti, hljóð og hina ýmsu hagnýtingarmöguleika hluta. Með því að þreifa á, bragða á, slá, aka og byggja með leikföngum læra þau að hag- nýta þau á ýmsan hátt. Leikurinn þjálfar og þroskar líkama barnsins, eykur fingrafimi þess og ímyndunarafl. Leikurinn undirbýr barnið undir fullorðinsárin. Þess vegna er leikurinn jafn lífsnauðsynlegur og matur, svefn, kærleikur og hreint loft. MENNTAMÁL 112

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.