Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Qupperneq 11

Menntamál - 01.06.1972, Qupperneq 11
Frá leikfangasýningunni. Um heimiliö ÞaS á við um öll börn, að á heimili þeirra verður að vera andrúmsloft, sem er svo hliðhollt börnum, að þau fái leyfi til að leika sér í raun og veru og tekið sé tillit til leikþarfar þeirra á sama hátt og þarfar hinna fullorðnu fyrir næði og tómstundastörf. Fjöldi búshluta — verð- •ausir munir eins og öskjur, umbúðapaþþír, ílát og aug- lýsingarit — hlutir úr fjöru og af víðavangi geta komið fhjgarfluginu af stað og laðað til spennandi leikja. Þar fyrir utan þarf alltaf að vera aðgangur að búningum, blýöntum, litum, pappír og leir. Góð verkfæri eru: góð °ddlaus skæri, hæfilega stór hamar, töng og sög. Keypt leikföng eru ágæt viðbót við allt þetta — að því tilskildu, að þau séu rétt valin. einkenni góðra leikfanga Góð leikföng vekja áhuga barnsins, viðhalda áhuga Þess og virkja það til athafna. Þau eru ekki of fín til þess að leika sér með. Það er Þægt að leika sér með þau á ýmsan hátt. Þau eru traust °9 sterkbyggð. Bókasýningin í sambandi við þingið var einnig haldin sýning á barnabókum og bókum um uppeldisfræðileg efni í Nor- ræna húsinu. Elsa Mía Sigurðsso.i, bókavörður, sá um uppsetningu þessarar sýningar og naut við það aðstoðar nokkurra fóstra. Bókasýningin var eins og leikfangasýn- ingin mjög fjölsótt. Kvikmyndasýningar Sýningar á fræðslukvikmyndum um uppeldismál voru haldnar á Hótel Loftleiðum þingdagana. Fjölluðu þessar myndir um hin margvíslegustu efni og voru mjög at- hyglisverðar. Má t. d. nefna sænsku myndirnar Barn och farg, Vattenlek, Sexáringenes experimenterande verk- somhet, Barn og form, og dönsku myndina Skrammel- legepladser. Það er ánægjuefni að Fræðslumyndasafnið hefur þegar keypt 4 af þessum myndum, og vonir standa til að keyptar verði fleiri. Allar þessar sýningar voru mjög fjölsóttar. MENNTAMÁL 113

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.