Menntamál


Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.06.1972, Blaðsíða 6
Þórunn Einarsdóttir setur þingið. Knud Heinesen, menntamálaráðherra Dana, talaði næstur. Hann sagði, að það hefði alltaf verið styrkur forskólans, að litið var á barnið, þarfir þess og möguleika, sem miðdepil upp- eldisstarfsins — án þess gerð væri krafa um nám tiltekinna þekkingaratriða. Heinesen spurði síðan, hvernig það mætti vera, að fóstrur vildu nú fara að ræða um efni eins og nám á forskólaaldri. Hann kvaðst líta á það sem merki þess, að í skyldunámsskólanum hefðu gerzt jákvæðar breytingar, og þar — eins og í forskólanum — væru nú að skap- ast skilyrði til þess, að börnin þroskuðust og yndu hag sínum við störf, sem væru fólgin í að rannsaka, gera tilraunir, bera saman, í- huga, spyrja og rökræða um efni, til þess að draga að lokum ályktanir. En þá hefur líka nám farið fram. Það er um slíkt nám, sem for- skólinn vill fjalla. Við viðurkennum forvitni og rannsóknarþörf barnsins — og hvað er eðlilegra en að reyna að örva þessar hliðar hæfileika barnsins alla bernskuna. Camilla Odhnoff, fjölskyldumálaráðherra Svía, talaði næst. Hún ræddi m.a. um störf sænsku ,,Barnstugeutredningen“ sem fékk það verkefni árið 1968 að gera tillögur um eins til tveggja ára forskóla, áður en skóla- skylda hefst, þ.á.m. tillögur um tilhögun starfs- ins og áætlun um uppbyggingu stofnana á vegum sveitarfélaga með það fyrir augum, að börn allra útivinnandi eða nemandi for- eldra ættu kost vistar á dagheimilum eða fjölskyldudagheimilum. í maí sl. skilaði „barnstugeutredningen" áliti sínu „Förskol- an“, og er það í tveimur bindum. í fyrri hlut- anum er tillaga um pedagogiskt program fyr- ir forskólann og í seinni hiutanum fram- kvæmdaáætlun. MENNTAMÁL 108

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.