Vorið - 04.11.1933, Side 7

Vorið - 04.11.1933, Side 7
VORIÐ 55 Sverrir vissi ekki hvað hann átti að gera. Gráturinn og reiðin börðust um i honum yfir þessu ómaklega háði bankastjórans og hann sneri sér til föður sfns eins og hann byggist við hjálp frá honum. En hann lá nú upp f lott i lynginu og hló eins og vitstola maður. Sverrir hefði aldrei trúað því að pabbi hans gæti orðið svona og gagntekin af sorg viðbjóði og blygðun gekk hann burt frá þeim og lagðist f lyngið alllangt frá. En söngurinn og hávaðinn hélt áfram og nú stóðu félagarnir á fætnr og héldu nið- ur að vatninu. Sverrir reis npp og horfði á eftir þeim. Framh. Hvar tr svarta vofan, setn býr í turninum? Til barns. Sem blíðróma lag er þitt barnamál og bros þitt sem geislar skarta sem óskrifað blað er þfn unga sál sem akurland vors þitt hjarta. En æskan hin frjálsa fer í hönd og færir þér gjafir sínar þú sérð inn f fögur sólskinslönd þar sumarið aldrei dvfnar Og sfðar meir — endist aldur þér — mun alvaran snerta strengi. — En aflgjafans sprota æskan ber og áhrif hans vara lengi. Ó! gefðu þeim rúm í glaumi lffs og ginningum freistinganna og stið þig við þau ef strauma kifs og stormél þú þarft að kanna. Og geymdu þau vel í gleði og hryggð á gæfu og þrauta degi. Sú stöð er á traustu bjargi byggð sem byggð er á drottins vegi. M. R. Ný barnastúka var stofnuð á Pórshöfn 30. ágúst síðastliðinn, af Hannesi J. Magnússyni umdæmisgæslumanni, og voru stofnendur 20, og von á fleiri á næstu fundum. Gæslumenn voru kosnir Oli P. Möller kennari og kona hans frú Helga Elfasdóttir. A Pórshðfn hefur ekki verið barnastúka áður og vill nú Vorið bjóða þennan litla hóp ung- templara velkominn í fylkingu þeirra, sem forða vilja þjóð sinni frá áfengis» bölinu,

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.