Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 1
ORs
BARN ABLAÐ
með mytidum
Útgefandi: Hannes J. Magnússon.
3. tölublað. Akureyri, 1. marz 1934.
3. árgangur.
Eldspyfnakassinn.
Jón Paiva var ríkasti maðurinn
á öllu Lapplandi, og þótt allar
Lappabyggðir í Noregi, Svíþjóð
og Rússlandi væru teknar með.
Hann átti nær því tvö þúsund
hreindýr, en í Lapplandi eru
menn taldir ríkir eða fátækir eft-
ir því hve mörg hreindýr þeir
eiga.
Á veturna dvaldi Jón og fjöl-
skylda hans í hinum miklu skóg-
um inn á hásléttunni. En þegar
fór að vora, og mýbitið varð ó-
þolandi, flutti hann tjöld sín og
hreindýrahjarðir á fjalllendið
niður við sjóinn.
Jón Paiva var drengur góður.
Hann fór oft í kirkju, og gaf
hinni fátæku kirkju Lappanna
stórgjafir, sömuleiðis skólunum.
En hann þótti sérvitur, og það
þótti öllum ráðlegt, sem ekki
höfðu unnið hylli hans, að halda
sig sem lengst frá tjaldbúðum
hans.
Hann átti einn son, sem hét
Hannes. Hann var 14 ára þegar
þessi saga gerist, og var yndi og
eftirlæti föður síns.
Sumardag einn stóð Hannes
fyrir utan tjald föður síns, og var
að æfa sig í að kasta veiðisnöru.
Það er list, sem allir Lappar
þurfa að kunna, því sum hrein-
dýr verða aldrei fulltamin, og
þegar þarf að mjólka þau eða
spenna þau fyrir sleða, vei'ður
þeim ekki náð öðruvísi.
En á meðan Hannes var að æfa
sig í þessari list, kom gömul kona
gangandi heim að tjöldunum.
Drengurinn þekkti hana undir
eins, hún var alltaf kölluð móðir
María og margir höfðu horn í
síðu hennar og álitu, að hún feng-
ist við galdra. Þess vegna ferðað-
ist hún alltaf alein um óbyggðirn-
ar með fáein hreindýr, og fátöl-
uð var hún og undarleg þótti hún
í háttum. Aldrei sást hún í
kirkju, en einstöku sinnum kom
hún heim að tjöldum hinna efn-
aðri Lappa, til að fá sér kaffi,