Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 4
20
VORIÐ
heitri hreindýramjólk, sem hún
nú rétti honum. Síðan smurði hún
kinnar hans, sem höfðu kalið lítið
eitt, með feiti. Hannesi fannst
nú notalegur hiti fara um sig all-
an, en svo var hann máttfarinn,
að hann féll aftur ofan á kodd-
ann og sofnaði værum svefni.
— Jón Paiva stóð fyrir utan
tjald sitt nær því örmagna af
þreytu. i marga klukkutíma var
hann búinn að leita að syni sín-
um, með öllum sínum húskörlum,
og öllum sínum hundum. Og nú
var hann kominn heim aftur, eft-
ir árangurslausa leit. Sonur hans
fannst hvergi. úrvinda af sorg
spennti hann hið dauðþreytta
hreindýr frá sleðanum. Hann var
höfðinglegur á að líta, en í svörtu
augunum hans bjó skuggi sorgar-
innar, því nú átti hann enga von
lengur, um að sonur sinn væri á
lífi. Kiuldinn, eða úlfarnir, höfðu
nú orðið Hannesi að bana, eina
drengnum, sem hann átti og elsk-
aði.
En nú sást einhver dökk þústa
langt úti á snjóbreiðunni. Hún
færðist nær og tók nú brátt á sig
mannsmynd. Og eftir drykklanga
stund stóð móðir María við tjald-
dyr Jóns Paiva. Á eftir sér dró
hún samanbundin skíði, en á skíð-
unum lá Hannes sofandi, marg-
vafinn í hreindýrafeldi.
»Hérna kem eg með drenginn
þinn«, sagði María við Jón. »Það
er ekki þín vegna, sem eg færi
þér hann lifandi. Það er hans
vegna og Guðs vegna. Hann hefur
sýnt mér vinarþel, drengurinn, en
það hefur þú aldrei gert«.
Jón Paiva rak upp fagnaðaróp
og gleðitár hrundu niður kinnar
hans.
Móðir María ætlaði að fara, en
hinn ríki Lappahöfðingi bað hana
að bíða. »Aldrei hefi eg gert þér
annað en illt«, mælti hann, »eg
hefi alltaf haldið að þú værir
heiðingi og galdranorn, en nú sé
eg, að þú ert betur kristin en eg.
Getur þú fyrirgefið mér, María?
Eg skal aldrei gleyma þessu góð-
verki«.
Eftir þennan atburð var móðir
María alltaf velkomin í tjaldbúð-
ir Jóns Paíva. Og nú sakaði hana
engin um galdra, og nú voru allir
vingjarnlegir við hana. Þó var
það sérstaklega einn, sem varð
allra besti vinurinn hennar, og
það var Hannes, drengurinn, er
hún hafði bjargað frá dauða úti
á eyðimörkinni. Og hann gleymdi
því aldrei, að það var hálfur eld-
spýtnakassi, og vinarþel til gam-
allar einstæðingskonu, sem í raun
og veru bjargaði lífi hans.
(Lausl. þýtt úr »Fritiden«).
PlÐ
sem eigið eftir að greiða
siðasta drgang af „ Vorinu“
(1933), látið ekki bregðast að
greiða það, þegar þið fdið
þetta blað.