Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 8
24 Hlálegur reiðhestur. að læra, og álitu það langt fyrir neðan virðingu sína að fara að vinna erfiðisvinnu. En þá tók Booker sjálfur haka og skóflu og gekk á hverjum morgni fyrst- ur til vinnu út á mörkina, en þeg- ar strákarnir sáu það kom annað hljóð í strokkinn, og ekki leið á löngu áður en þeir voru búnir að rækta allstórt landssvæði. Framh. -----0----- REIKNINGSÞRAUT. Maður nokkur borgaði 30 krónur í tveggja krónu peningum, krónupening- um og tíeyringum. Alls voru pening- arnir 30. — Hvað voru margir pening- ar af hverri tegund? LOKIÐ VELTUR. Þessi leikur er iðkaður inni, og er þannig: Leikendur setjast í hvirfingu flötum beinum á gólfið. Síðan færðu þér potthlemm frammi í eldhúsi, sem síðan er látinn velta innan í hringn- um. En áður en þú veltir lokinu af stað, eða um leið, átt þú að kalla upp nafn einhvers í hringnum, og á hann þá að reyna að ná í lokið áður en það fellur. Ef honum tekst það ekki, verður hann að láta af hendi einhvern hlut (pant), og þannig gengur það koll af kolli. Ráðningar á þrautum í síðasta blaði: Felumyndin: Snúið blaðinu til vinstri svo að hliðin viti upp, sést þá malarinn hjá veginum hægra megin. EIdspýtnaþraut: Ráðningin er: 7 I U Peningakassinn: Seglskipið nær kass- anum með línu nr. 3. UNGU LESENDUR! Sendið »Vorinu« örstuttar greinar, sögur, ferðasögur, kýmnissögur, þraut- ir, vísur, o. s. frv., allt frumsamið. Mun það þá verða birt smátt og smátt. Kærar þakkir fyrir öll bréfin. Því mið- ur get eg ekki svarað þeim öllum, en vænt þykir mér um þau samt. Ritstjórinn. Takið eftir! Hver sem útvegar 5 nýja kaup- endur að „Vorinu" faer það sjálf- ur ókeypis þetta ár, og áfram, ef hann hefir útsölu og inn- heimtu á hendí. Prentsm. Odds Björnssonar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.