Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 3

Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 3
VORIÐ 19 hann haföi gert rétt, er hann varð við bón gömlu konunnar. Nokkrum dögum síðar fór Hannes á skíðum út á eyðimörk- ina. Hann ætlaði að leita að nokkrum hreindýrum, sem höfðu villzt frá aðalhjörðinni, en hann fann hvergi nokkur spor eftir þau á eyðimörkinni. Ef til vill höfðu úlfar eða birnir orðið þeim að bana. Hannes leitaði lengi og var kominn langt frá tjöldum föð- ur síns, en allt var árangurslaust, og nú var byrjað að snjóa. Hannes vissi það vel, að þaö var hættulegt að vera úti á eyði- mörkinni í dimmviðri og hríð, og sneri því undireins heim á leið. Hann fylgdi slóðinni sinni t;l baka, en snjónum hlóð svo niður, að slóðin hvarf, og hann sá ekk- ert í kringum sig, en þó hélt hann óhikað áfram, því hann vissi, að ef hann settist um kyrrt, myndi það verða hans bani, því frcstið var svo biturt. Þannig hélt hann lengi áfram. Snjókoman var hin sama, en Hannes fór nú að finna til svo mikillar þreytu, að honum fannst hann ekki geta komist lengra. En ef hann mætti nú hvíla sig ör- litla stund, aðeins augnablik, þá myndi hann geta haldið áfram. En í sama bili rak hann annað skíðið sitt í stein, og féll í dún- mjúka mjöllina. En hvað honum leið vel þarna í snjónum. Hann fann alls ekkert til kulda, hann ætlaöiað hvíla sig þarna í fáeinar mínútur. En mínúturnar urðu margar. Honum hvarf allur mátt- ur, augun lokuðust, og hann stein-sofnaði. úti á eyðimörkinni heyrðist ýlfrið i hungruðum úlf- um. — --------Þegar Hannes vaknaði lá hann í rúmi í ókunnugu, hálf- dimmu Lappatjaldi. Hann var all- ur vafinn hreindýraskinnum, og á miðju tjaldgólfinu brann eldur. »Drekktu þetta piltur minn«, heyrði hann nú sagt við hlið sér, og þegar hann leit upp, sá hann gula og skorpna andlitið á Maríu gömlu. Hún hélt á tréskál með Hvar búum við nú?

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.