Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 15

Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 15
VO RIÐ 53 nef hans nær. Ég ætla að vita, hvað liann leggur til málanna. HELGI: Ég hef litla trú á, að sá karl ráði fram úr þessu máli. En þú ræður. Það er velkomið, að ég komi með þér til konungs á morgun, ef þú vilt. ÁRNI: Ég þakka þér, Helgi, tryggð þína við mig fyrr og síðar. HELGI: En nú verð ég að fara í skólann. Vertu sæll! (Fer.) ÁRNI: Vertu sæll! — (Einn) Nú vona ég að Kláus gamli sjái ein- hver ráð. Honum verður sjaldan ráðafátt. KLÁUS (kemur); Komdu sæll, drengur minn! ÁRNI: Heill og sæll, gamli vinur! Þú kemur eins og engill af himni sendur. KLÁUS: Hvaða ósköp ertu hátíð- legur. Hvers vegna sendir þú eft- ir mér? ÁRNI: Því er fljótsvarað. Viltu flytja mig um íslandshaf? KLÁUS: Ertu að gera að gamni þínu? Veiztu ekki, að ég hef lagt niður sæfarir? ÁRNI: Ég skal launa þér svo vel, að þú þurfir ekki að hafa álryggj- ur um framtíðina. KLÁUS: Hve mikið liggur við? ÁRNI: Líf mitt og heiður og emb- ætti föður míns. Ég sit hér með öll málskjöl í máli hans og höf- uðsmanns, og öll skip farin út til íslands. KLÁUS: Ég á einn lítinn árabát. Þú ætlast þó ekki til, að ég flytji þig á honum yfir íslandshaf? ÁRNI: Nú eru aðeins nokkrir dag- ar þar til Alþingi kemur saman. Þú ert sá eini maður, sem ég treysti í þessu efni. Og traust mitt á þér hefur aldrei brugðizt mér. KLÁUS: Eigi veit ég, hversu þér verður við að sjá voveiflega hluti, því að án nokkurrar kunnáttu er þetta ekki hægt. ÁRNI: Ég mun ekki láta mér bregða, hvað sem fyrir augu ber, aðeins, ef ég kemst á einhvern hátt yfir hafið. KLÁUS: Ég mun þá gera tilraun til að hjálpa þér. En veit þó eigi, hvernig lnin tekst. Skaltu finna mig niður við höfn kl. 7 í kvöld. Ég mun þá verða þar fyrir með bátinn. (Lægra.) En enginn má vita þetta. ÁRNI: Nei, ég skal engum segja það. (Stendur upp.) Hjartans þakkir, gamli vinur. KLÁUS: Vertu sæll! — Teflt er nú á tæpasta vaðið. (Fer.) ÁRNI (einn): Vera má að hamingja íslands sé meiri en höfuðsmann grunar. Réttlætið sigrar alltaf að lokum. Tjaldið. 3. ÞÁTTUR. 1. atriði. (Árni og bóndinn. Úti á víðavangi. Klettar og runnar til hliðar, en fjöll og jöklar í baksýn). ÁRNI (einn): En hvað þessi sumar-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.