Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 35

Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 35
VO RIÐ 73 Mynd þessi er tckin úr vinnubók tólf ára drengs og á að sýna áhrif eiturnautna á afrek í íþróttum. — Það skaltu gera, ef þú þorir. Ef þú gerir það, þá drep ég þig,“ svaraði bróðirinn. Mamadu hugsaði sig um nokk- ui'n tíma, en einn morgun, áður en brÖðirinn var kominn á fætur farg- aði hann öllum köttunum. Svo gekk hann inn til bróður síns, stað- naemdist fyrir frarnan hann og sagði: — Nú hef ég drepið kettina þína! Nú getur þú drepið mig! Móðirin varð að ganga á milli, svo að bróðirinn gerði ekki alvöru ur ógnun sinni. Þessi saga er ofur- lítill vottur um það, að í Afríku eru menn ekki eins hræddir við að sjá blóð rfljóta eins og hér hjá okkur. Mamadu sagði líka, að margir í átthögum sínum ættu 2—5 konur. Faðir lians hafði átt tvær konur. En Mamadu vill aðeins eignast eina konu, af því að hann álítur, að það sé ekki friðvænlegt að eiga margar konur. Hann má ekki kvænast, nema með leyfi bróður síns. — Bróðir hans á víst meira að segja að velja konu handa honum, þegar hann vill kvænast. Mamadu er seytján ára gamall — eða eitthvað nálægt því. Hann þekkir ekki afmælisdag sinn, en danska fjölskyldan, sem hann býr hjá, hefur gefið honunn 1. ágúst fyrir afmælisdag. Og sá dagur er eins góður til þess og hver annar. (Dansk Börneblad. — E. S. þýddi.)

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.