Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 30
68
VORIÐ
SVONA ERU MÖMMURNAR
Sigga litla var að fara í skóla í
fyrsta sinn, það stóð því mikið til.
Mamma halði haft nóg að gera við
að undirbúa þennan mikla dag,
því að ekkert mátti vanta. Verst
reyndist það með skólatöskuna,
þær voru svo dýrar, en mamma átti
litla peninga. En einhvern veginn
varð þó að sjá fyrir því líka. Kvöld-
ið áður en Sigga átti að fara í skól-
ann var þó engin taska komin, og
það var einungis af því, að Sigga
treysti mömrnu sinni svo vel, að
hún tók hana trúanlega um að
taskan skyldi verða til næsta morg-
un, og í þeirri von fékkst hún til
að hátta.
Mamma sveik hana heldur ekki.
Um kvöldið saumaði liún ofurlitla
tösku úr fallegum rósóttum vax-
dúk, sem hún átti, og þegar Sigga
sá hana um morguninn, varð hún
himinlifandi, svo falleg sýndist
lienni taskan. Þetta skyldi verða
gleðidagur.
Sigga kvaddi mömmu sína með
kossi og hljóp af stað í skólann,
Ijómandi af ánægju og tilhlökkun.
Mamma horfði brosandi á eftir
litlu stúlkunni sinni, þangað til
hún var komin í hvarf fyrir næsta
götuhorn. Þetta var líka mikil-
vægur dagur í augum móðurinnar.
Fyrsti sikóladagurinn var sannar-
lega mikilvægur dagur. „Guð blessi
liana, litlu stúlkuna mína,“ sagði
mamma, þegar hún gekk aftur inn
í húsið.
— Þegar Sigga kom heim seinna
um daginn, var hún grátandi. Það
urðu mikil vonbrigði fyrir mömmu
hennar.
„Hvað gengur að þér, elsku
barn?“ mælti hún og strauk tárin
af kinnum Siggu litlu.
„Krakkarnir sögðu, að taskan
mín væri svo Ijót! Það var enginn
með svona tösku nema ég,“ sagði
Sigga og gat varla talað fyrir ekka.
Mamma gat heldur ekkert sagt.
Hún átti ekki að þessu sinni nein
rök á móti þessu óvænta almenn-
ingsáliti í skólanuim, og henni
fannst hún einnig liafa beðið ó-
sigur. Þessum dómi var ekki hægt
að áfrýja. Hún var ráðalaus.
Sigga lét þó huggast í bili, en
dagurinn var alveg eyðilagður, og
það var verra en allt annáð.
Kvöldið kom og mæðgurnar hátt-
uðu. Sigga sofnaði fljótt eftir erf-
iðan og áhyggjuríkan dag, en
mamma hennar vakti lengi. Hún
gat ekki sofnað. Það var einkenni-
legt, að lítil skólataska úr rósóttum
vaxdúk skyldi geta lialdið fyrir
henni vöku, en svona var það nú
samt.
Þegar Sigga átti að fara í skólann
næsta morgun, var ekki um neina