Vorið - 01.12.1949, Page 3

Vorið - 01.12.1949, Page 3
OKT.—DES. 1949 4. HEFTI VORIÐ 15. ÁRGANGUR ÓLAFUR ÓLAFSSON: Saga jólahátíðarinnar Til eru margar skemmtilegar sög- ur. En saga jólaliátíðarinnar er áreiðanlega bezta og vinsælasta saga, sem til er í víðri veröld. Hún hefur verið oftar sögð en nokkur saga önn- ur. Hún hefur verið þýdd á þúsund tungumál, og er sögð að minnsta kosti einu sinni á ári alls staðar þar, sem hún er þekkt, og er þá til- hlökkun svo mikil, að mikill við- búnaður er hafður. Allir fara í sín fínustu föt. Kveikt er á ljósum í hverjum kima. Þá er lesin saga jóla- bátíðarinnar, sagan um fæðingu krelsarans, — en hún er á þessa leið; Það var einu sinni fyrir mörgum, mörgum árum, austur í Gyðinga- landi, að maður og kona, Jósef og María að nafni, vot u á ferðalagi og ætluðu til lítils bæjar, sem heitir Betlehem. Það var einmitt um þetta leyti árs. Jósef gekk og teymdi asna, sem María reið á. Þannig höfðu þau haldið áfram allan daginn og voru orðin dauðlúin. Skuggsýnt var orðið, þegar þau loks sáu bæinn. Jósef gekk eins hratt og hann gat, en asninn tifaði á eftir honum, svo stóru eyrun slöngvuðust fram og aftur.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.