Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 11
VORIÐ 129 „Hvað áttu við?“ spurði stúdent- inn. „Sjáið þarna!“ Jóhann benti fram fyrir sig. „Ef við hefðum ekið tutt- ugu metrum lengra, hefðum við ekið í ána.“ „Hvað áttu við?“ Stúdentinn horfir skelfdur á hann. „í ána. . . , ég skil ekki. . . .“ „Við erurn villt.“ Nú getur Jó- hann ekki leynt því lengur. „Og hefði litli snáðinn ekki verið Jrarna . . . . þá . . , Hann þagnaði skyndilega. Þau hryllti öll við þessari tilhugsun. Að vísu er ís á ánni, en hann er of veikur til að bera vagninn. „Þá eigum við honum að þakka líf okkar.“ sagði stúdentinn. „Ég veit ekki, hver hann er. En nú verð- ur Jrú að finna rétta leið heim, Jó- hann. Og það fljótt. Aumingja drengurinn er að dauða kominn af kulda.“ Hálfri klukkustund síðar ekur vagninn heim að herragarðinum. Stórbóndinn og frúin hlaupa niður tröppurnar. Þau voru orðin hrædd að híða svona lengi. „En hvað er þetta?“Frúin æpir upp yfir sig, Jtegar hún sér son sinn stíga út úr vagninum með lítinn, hálfdauðan dreng í fanginu. „Fyrst skuluð Jrið ná í nokkrar ábreiður til að hlýja honum. Þá jafnar hann sig aftur. Á eftir get- um við svo rætt um, hvað komið hefur fyrir.“ „En þetta er þá hann Óli litli, sonur Mads Hansen," sagði stór- bóndinn, þegar þau komu upp tröppurnar og inn i ljósið. Hvers vegna ætli að hann sé úti í svona veðri?1 Þegar Óli f'ann hitann streyma um sig, og hann vaknaði af dvalan- um, fór hann að gráta. Stórbóndinn harfði á hann litla stund, og kallaði svo út til öku- mannsins: „Jóhann, þú mátt til með að aka yfir til Mads Hansen og sækja for- eldra Óla. Segðu þeim, að drengur- inn þeirra sé vel geymdur hér.“ Áður en Jóhann kemur aftur, hefur stúdentinn skýrt frá viðburð- inum um kvöldið úti í hríðinni. Og hann dregur ekki undan, að það sé Óla að þakka, að jrau komust heim heilu og höldnu. Óli er látinn segja frá, hvers vegna hann hafi farið að heiman. Hann skilur ekki, hvers vegna stór- bóndinn brosir, þegar hann skýrir frá jólastjörnunni, sem ratar ekki til þeirra, en hann ætlaði að finna. En það gerir ekkert, Jrví að þarna koma pabbi lians og mamma. Mamma hans tekur hann í fang- ið og kyssir hann, en tárin streyma niður kinnar hennar. F.n það eru gleðitár. . . . Þetta er undarlegt aðfangadags- kvöld í „Krogstrup" í ár — allt öðru vísi en venjulega. Gleðin hefur sézt hér að völdum.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.