Vorið - 01.12.1949, Side 14

Vorið - 01.12.1949, Side 14
132 VORIÐ heldur að stilla þig um að sitja þarna og leika ,,sprellikarl“, — bara til að sýna nýju lakkskóna þína. Já, ég hef mjög vel tekið eftir því. (Dansar áfram.) JENNÝ (dreymandi, við Ingu, urn leið og hún bendir út um glugg- ann): Nei, sjáðu bara, hvað snjó- ar mikið. Það verður reglulegt aðfangadagskvöld. Er það ekki yndislegt! MALEN (afskræmir sig): Já, riglu- lega — endislegt. JENNÝ: Svei, Malen, þú ert svo óskáldleg. Geturðu aldrei orðið hrifin? MALEN (stekkur upp, stillir sér þrjóskulega upp með hendur á mjöðmum): Já, hér er líka sann- arlega mikið til að verða hrifinn af! — Aðfangadagskvöld í heima- vistarskóla! Það má nri segja, að það er skáldlegt! (Með grátinn í röddinni): Á meðan allir félagar okkar eru heima og láta fara vel um sig í sínum eigin stofum, skulum við sitja hér og hírast á sjálfum jólunum með liinni and- styggilegu, edikssúru ungfrú Abelóna og hennar eilífa aðdá- anda, hr. Mickelsberg, — svei þeirri hársmyrslakrukku. (Skælir sig og grettir, eins og hún sé að setjá smyrsl í Iiárið). Já, það er dálaglegt jóla-„par“. (Stappar í gólfið af gremju). Eg get heldur ekki þolað það. — Ég geri upp- þot! Ég skal sannarlega koma þeim í vanda og gera þeim öll þau „strákapör", sem ég með góðu rnóti get fundið upp á. JENNÝ: Þar sem við geturn ekki ferðast neitt um jólin, megum við víst vera glaðar yfir því, að við skulum fá að vera hér í skól- anum. Það var fallega gert af ungfrúnni, að. . . . MALEN (tekur fram í): Fallega gert! Já, auðvitað! Nei, það er leiðinlegt, dauðleiðinlegt, — við- bjóðslega, svefnpurkulega leiðin- legt. (Lísa, Inga og Jenný safnast með áhuga kringum Malenu.) INGA (andvarpar): Já, mikil til- breyting er hér auðvitað ekki, livað snertir undirbúninginn. JENNÝ (andvarpar líka): Sá, sem hefur reynt Jrað einu sinni, kann alla dagskrána utan að. MALEN: Já, nú skuluð Jrið sjá: Eftir augnablik kemur ungfrú Juhl inn um dyrnar í hinum fræga silkikjól langömmu sinnar, með óbreytanlegu knipplingun- um á ermunum.... INGA (hlær): Og svo segir hún (lík- ir eftir skrækróma rödd hennar): Góðan daginn, karru börn! Loíið mér nti að sjá, að Jrið verðið reglulega góðar og þægar í kvöld. LÍSA: Og Jregar við svo komum inn í dagstofuna, gengur hr. Mickels- berg fram, dulbúinn sem jóla- sveinn, og byrjar að jrruma með hárri raust:

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.